Nýtt skip í stað tveggja eldri

28.Ágúst'13 | 11:06
Ísfélag Vestmannaeyja hf hefur gert samning um kaup á skipi sem er í smíðum í Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi. Skipið verður afhent tilbúið til veiða í byrjun næsta árs.
 
Skipið er 80 metra langt og 17 metra breitt og er afar vel búið til veiða á uppsjávarfiski s.s. loðnu, síld, makríl og kolmunna. Kælitankar skipsins eru 2.970 rúmmetrar, samkvæmt tilkynningu frá ísfélaginu.
 
„Kaupin eru liður í endurnýjun á skipaflota Ísfélagsins og þáttur í hagræðingaraðgerðum þess ekki síst í kjölfar sífellt aukinnar skattlagningar stjórnvalda. Félaginu er ætlað að greiða um tvo milljarða í veiðigjöld og tekjuskatt á þessu ári. Félaginu er því nauðsynlegt að fækka skipum og auka hagræði á öllum sviðum rekstursins.
 
Gera má ráð fyrir að hið nýja skip leysi tvö af eldri skipum félagsins af hólmi, með tilheyrandi lækkun olíu- og launakostnaðar,“ segir í tilkynningu.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.