Fugladrit flýtir þróun Surtseyjar

23.Ágúst'13 | 14:52
Sjófuglar geta flýtt þróun gróðurs um mörg hundruð ár. Ástæðan er áburður í driti fuglanna. Þetta sýna rannsóknir á þróun lífríkis Surtseyjar.
 
Surtsey borin saman við eldri eyjar
14. nóvember næstkomandi verða 50 ár liðin frá því að Surtseyjargosið hófst. Þessi syðsta eyja Íslands veitir áhugaverð svör um upphaf lífs á nýju landi. Í tilefni hálfrar aldar afmælisins beina sérfræðingar nú sjónum að gömlum Surtseyjum, ef svo má segja. Aðstæður í eyjunni ungu eru bornar saman við mun eldri landsvæði á Heimaey og í úteyjum Vestmannaeyja. Þannig má greina þróun Surtseyjar og átta sig á hvernig hún gæti litið út eftir nokkur þúsund ár.
 
Næringarríkt fugladrit flýtir fyrir
Tvö vistkerfi hafa myndast í Surtsey, gisið svæði harðgerra plantna og gróskumikið graslendi þar sem áhrifa sjófugla gætir. Fuglarnir eru mikilvægari hlekkur en áður hefur verið talið. Áburður í formi fugladrits getur flýtt verulega þróun gróðurs.
 
Sjófuglar verkfræðingar náttúrunnar
Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að kalla megi sjófuglana verkfræðinga náttúrunnar þar sem þeir hafi mikil áhrif á þróun jarðvegs og gróðurfars. Þróunin í Surtsey sé mörg hundruð árum fyrr en ef sjófuglanna nyti ekki við. Til samanburðar er meðal annars litið til Lyngfellsdals á Heimaey sem hann kallar „Surtsey án sjófugla“. Í fuglabyggðum Surtseyjar er gróðurfar nú þegar orðið eins og í Elliðaey sem er talin vera 5-6.000 ára.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.