Áskorun á sjávarútvegsráðherra Íslands.....

Georg Eiður Arnarsson skrifar

19.Ágúst'13 | 08:38
Nú hefur það loksins verið staðfest af Hafró að makríllinn sé stærsti skaðvaldurinn og áhrifavaldurinn í því að varp fjölmargra fuglastofna á Íslandi hefur misfarist síðustu árin, m.a. lunda og kríu og þegar við horfum á þá staðreynd að makríllinn byrjaði fyrst fyrir sunnan lands og hefur síðan verið að færa sig vestur, og núna síðast norður fyrir land og einnig farinn að veiðast við Grænland, þá er nokkuð ljóst að makríllinn er stærsti skaðvaldurinn í sílastofni Íslands og alls ekki ólíklegt að hann muni einnig leggjast í át á seiðum annarra fiskistofna, að maður tali nú ekki um loðnuseiðin, með tilheyrandi tjóni fyrir okkur öll.
Því skora ég hér með á sjávarútvegsráðherra að bæta nú verulega við aflaheimildir í makríl, enda er það að mínu mati það eina sem við getum gert til þess að sporna við uppgangi makrílsins og kannski svolítið skrítið að á sama tíma og fiskifræðingar mæla uþb. 1,5 mill. tonna í Íslensku lögsögunni, þá erum við aðeins að veiða liðlega 100 þús. tonn, en til samanburðar þá er veiðireglan varðandi loðnuna þannig að allt er veitt sem mælist umfram 400 þús. tonn. Ég sé líka í fréttum að núverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg Hansen, segir í fréttum í síðustu viku að norðmenn hyggist auka verulega aflaheimildir sínar í makríl, enda sé stofninn stórlega vanmetinn.
 
Varðandi afstöðu Evrópusambandsins, þá er þetta í mínum huga afar einfalt. Makríllinn margfaldar þyngd sína í lögsögu okkar og er m.a.s. farinn að hrygna í henni og ef við viljum ekki horfa upp á hugsanlega varanlegt tjón í fjölmörgum fuglastofnum okkar, þá verðum við einfaldlega að auka veiðarnar. Tek það fram að ég er hvorki starfandi við veiðar né vinslu á makríl .

Georg Eiður Arnarsson

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.