Að súpa hveljur yfir arði

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar

8.Ágúst'13 | 07:55

VSV vinnslustöðin

Það er merki um góðan rekstur þegar fyrirtæki skilar hagnaði og getur ávaxtað þá fjármuni sem eigendurnir hafa lagt því til. Arðgreiðslur eru eðlilegur þáttur í heilbrigðum atvinnurekstri og eiga ekki að vera feimnismál í opinberri umræðu.
Framhaldsaðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. samþykkti á dögunum að greiða hluthöfum arð upp á 1,1 milljarð króna. Heyra mátti fjölmiðlafólk og álitsgjafa súpa hveljur yfir því að arður væri greiddur út í sjávarútvegi á sama tíma og kvartað væri yfir veiðigjöldum. Gott ef ekki væri mátulegt að láta þessa andskota borga ríkinu enn meira fyrst þeir gætu „skammtað sér“ arð!
 
Hluthafarnir í Vinnslustöðinni (VSV) eru 260 talsins. Staðreyndir mála eru eftirfarandi:
 
- Sá sem á 100.000 króna eignarhlut að söluvirði í dag fær nú 6.300 krónur í arð. Af þeirri greiðslu tekur ríkið 20% í skatt.
 
 
- Frá árinu 2002 hefur samanlagður útgreiddur arður hluthafa VSV – og verðhækkun hlutabréfa í félaginu – verið jafn mikill og ef hluthafarnir hefðu keypt verðtryggð skuldabréf ríkissjóðs í stað þess að kaupa hluti í VSV.
 
Heimamenn í Vestmannaeyjum eiga 68% hlutafjár í Vinnslustöðinni. Í þessum hópi eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn, fyrirtæki, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og margir fleiri.
 
Byggðarlagið í Vestmannaeyjum á mikið undir því að rekstur VSV sé traustur og arðsamur. Fyrirtækið greiddi alls 450 starfsmönnum laun núna í júlímánuði, þar af 330 í landi og 120 á sjó. Það segir sína sögu um umfang VSV.
 
Með hóflegum arðgreiðslum eru skilaboð send um að eigendur njóti vaxta af fjárfestingu sinni. Mörg okkar lögðu mikið undir þegar við keyptum VSV á sínum tíma. Við viljum standa í skilum gagnvart lánardrottnum VSV og okkar sjálfra. Arðinn höfum við notað til að greiða vexti og afborganir af lánum sem voru tekin til að tryggja eignarhald Eyjamanna á VSV í sessi.
 
Helsta ógnin sem steðjar að Vinnslustöðinni, líkt og öðrum fyrirtækjum í sjávarútvegi, stafar af stjórnvöldum og óhóflegum veiðigjöldum. Varnaðarorð, sem fyrrverandi ríkisstjórn lét sem vind um eyru þjóta, eru í fullu gildi. Þar var ekkert ofsagt.
Núverandi ríkisstjórn verður að vinda ofan af vitleysunni. Það getur ekki verið samfélaginu til hagsbóta að sliga fyrirtæki með ofurskattheimtu.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.