Ganga á Heimaklett í þágu Landsspítala

7.Ágúst'13 | 07:59

Heimaklettur

Söfnun Þjóðkirkjunnar til kaupa á línuhraðli á Landsspítala hefur borist til Eyja með hádegisgöngu á Heimaklett. Til að vekja athygli á þessari söfnun, sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands hratt af stað fyrr á þesusu ári, hefur sr. Þorgrímur Daníelsson hafið göngu á 30 tinda í ágúst. Heimaklettur var sjálfkjörinn og óskar sr. Þorgrímur eftir fylgd og leiðsögn á Heimaklett. Gangan hefst kl. 12 miðvikudaginn 7. ágúst og ef vel gengur og tími vinnst til hefur hann hug á að ganga á Eldfell og Helgafell í framhaldi af göngunni á Heimaklett.
 
 
Sr. Þorgrímur er sóknarprestur á Grenjaðarstað í Aðaldal. Hann hyggst ganga alls á þrjátíu fjöll og/eða tinda í ágúst til að vekja athygli á Landspítalasöfnun þjóðkirkjunnar. Línuhraðallinn er mjög dýrt geislatæki
sem notað er við krabbameinslækningar á Landspítalanum. Þau tæki sem nú eru í notkun eru komin til ára sinna og bila oft. Með áskorun sinni við tindana vill Þorgrímur hvetja landsmenn til að leggja söfnuninni lið, söfnunarreikningur Þjóðkirkjunnar er 0301-26-050082, kt. 460169-6909.

Hægt verður að fylgjast með ferðum sr. Þorgríms á Facebook- síðunni “30 Tindar í ágúst”. Þorgrímur mun ganga á fjöll víða um land og hægt verður að slást í för með honum. Nánar um það á síðunni og þar má
einnig finna upplýsingar um hvernig fólk leggur sitt að mörkum við söfnunina.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).