Flestir gestir prúðir á Þjóðhátíð

6.Ágúst'13 | 08:10
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum man ekki eftir eins fáum atvikum þar sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af fólki á Þjóðhátíð. Er það svo þrátt fyrir um 50 fíkniefnamál, eina kæru vegna kynferðisbrots og þaulsetnar fangageymslur í nótt.
Áætlað að um 15 þúsund manns hafi sótt þjóðhátíð og er þetta því næst stærsta þjóðhátíð frá upphafi.
 
„Það er engin alvarleg líkamsárásarkæra eftir þessa þjóðhátíð. Ég hef verið í lögreglunni í 31 ár og mig minnir að það hafi alltaf verið í það minnsta eitt til tvö líkamsárásarmál,“ segir Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.
 
Hann þakkar auknu eftirliti lögreglu og árvökulum gæslumönnum hve vel tókst til auk þess sem gestir hafi hagað sér vel. „Það var mikið skipulag og mikið eftirlit. Allir voru mjög fljótir að grípa inn í þegar einhverjir pústrar komu upp,“ segir Jóhannes. Hann segir að mögulega gætu tvær kærur komið upp í kjölfar ryskinga á milli manna, en í hvorugu málinu hafi verið um alvarleg meiðsl að ræða.
 
Af þeim fíkniefnamálum sem komu upp eru tvö sem stóðu upp úr. „Tvö málanna eru klárlega sölumál. Við fundum bæði amfetamín og íblöndunarefni sem og söluumbúðir,“ segir Jóhannes. Í öðru amfetamínmálinu fundust um 40 grömm af amfetamíni fyrir tilstilli fíkniefnahunds sem þefaði efnin uppi. „Segja má að hann hafi verið gripinn í bólinu þar sem hann var að blanda efnin í tjaldi,“ segir Jóhannes.
 
Að auki komu upp tvö nokkuð stór kannabismál þar sem annar aðilinn hafi verið með 25 grömm meðferðis en hinn um 30 grömm. Báðir aðilar sögðu efnin ætluð til einkanota.
 
Fangageymslur voru fullar nær alla nóttina á aðfaranótt mánudags. Pláss er fyrir 6 manns í einu og segir Jóhannes að menn hafi stundum verið þar í nokkrar klukkustundir og svo aðrir tekið við. „Eitt og annað kemur upp, fíkniefnaakstur, ölvunarakstur og ökuréttindaleysi,“ segir Jóhannes.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.