Á batavegi eftir 50 metra fall

6.Ágúst'13 | 09:40
Maður sem féll hátt í 50 metra og slasaðist illa í einni af úteyjum Vestmannaeyja þakkar forsjóninni og ekki síður björgunarfólki fyrir að vera á lífi. Vinur mannsins segir það kraftaverk að hann sé ekki meira slasaður.
Fóru til að dytta að veiðikofa
Sverrir Gunnlaugsson hefur dvalið á Heilbrigðistofnuninni í Vestmannaeyjum undanfarna daga, þar sem hann er að jafna sig eftir að hafa fallið niður um tugi metra í úteyjunni Brandinum fyrir rúmri viku. Sverrir er skipstjóri í Eyjum. Hann er í veiðifélaginu í Brandinum og fór þangað ásamt þremur félögum sínum til að dytta að veiðikofa. Sverrrir segir að þeir félagarnir hafi lengi ætla að fara saman út í eyju og rifja upp gamla daga. Hann segist ekki hafa komið í Brandinn í um 10 ár.
 
Skrikaði fótur í brattri brekku
Sverrir gekk aftastur félaganna niður úr eyjunni. Honum skrikaði fótur í brattri brekku. Einar Ólafsson, vinur Sverris, var fyrir framan hann í brekkunni. Einar segir að Sverrir hafi gert rétt með því að breiða út hendur og fætur til að reyna að krækja í allt sem fyrir var. Það tókst hins vegar ekki. Sverrir féll niður um 40 metra frá göngustíg í brekkunni, og hrapaði því næst um 10 metra ofan í klöppina. Einar segir það hafa verið einstaka tilfinningu að sjá að vinur sinn væri á lífi eftir fallið.
 
Segist hafa sloppið vel
Sverrir segir að hann hafi ekki verið svo þjáður, aðallega hafi sér verið þungt fyrir brjósti. Þrjú rifbein brotnuðu og annað lunga Sverris féll saman. Hann hlaut fleiri beinbrot auk þess sem sauma þurfti í höfuð hans. Sverrir segir mörg sár sín gróa hratt. Hann er þakklátur fyrir skjót viðbrögð en bátur frá Ribsafari flutti björgunarmenn á vettvang.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.