Létum þá líta illa út á köflum

segir Hermann Hreiðarsson

26.Júlí'13 | 08:09

fótbolti

,,Eftir frammistöðuna í leikjunum tveimur þá eru þetta mikil vonbrigði. Frammistaðan var frábær heima og úti og ég get ekki beðið um meira en það," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir að liðið féll úr keppni í Evropudeildinni eftir markalaust jafntefli við Rauðu Stjörnuna í kvöld.
ÍBV tapaði fyrri leiknum ytra 2-0 en liðið misnotaði meðal annars vítaspyrnu í leiknum í Eyjum í kvöld.
 
,,Það segir kannski meira en margt að maður er hundfúll eftir 0-0 jafntefli á móti gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Við hefðum átt að nýta eitt af þessum færum og ef það hefði gerst þá held ég að annað hefði komið í kjölfarið."
 
,,Þetta var einn af bestu leikjum okkar í sumar. Við létum gott lið Rauðu Stjörnunnar líta ansi illa út á köflum."
 
Hermann kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og fékk færi til að skora. ,,Það er engin spurning að ég á að skora úr þessu," sagði Hermann.
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...