ÍBV - Rauða Stjarnan í kvöld á Hásteinsvelli

25.Júlí'13 | 08:23
Lið Rauðu Stjörnunnar lenti á Vestmannaeyjaflugvelli í gærdag en liðið kom með leiguvél frá Flugfélagi Íslands og hélt þaðan niður á Hótel Hamar.
Rauða Stjarnan tók svo létta æfingu á Hásteinsvelli í gærkvöldi eins og reglur UEFA kveða á um.
 
Rétt er að minna á að mikil stemming verður á vellinum í dag. Knattspyrnudeild ætlar að grilla hamborgara um klukkustund fyrir leik svo hægt verður að kaupa ilmandi borgara ásamt pepsi á 1.000 krónur. Einnig verður til staðar sérstakt VIP herbergi sem verður staðsett uppi í Týssheimilinu þar sem verða í boði léttar veitingar klukkutíma fyrir leik og í hálfleik (í hálfleik verður einnig boðið upp á snittur). Aðgangseyrir í þetta glæsilega herbergi þar sem mun án efa myndast gríðarleg stemming er 2.000 krónur.
 
Leikur ÍBV og Rauðu Stjörnunnar verður í dag á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum klukkan 18:30.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...