Ekki neitt, neitt segir lundaveiðimaður

23.Júlí'13 | 08:43

Lundir lundar

Lundaveiðar eru afar dræmar og reyndar svo lítið um hann að flestir veiðimenn ákváðu að sitja heima. Síðasti dagur lundaveiða í Vestmannaeyjum er í dag.
„Þetta er ekki neitt, neitt,“ segir Ólafur Guðjónsson, sem var yfir helgina við lundaveiðar á Ystakletti.
 
Ólafur segir að reyndar sé þetta ekki hentugur tími til veiðanna þar sem ungfuglinn sé ekki kominn á stjá. Gefnir voru fimm dagar til veiðanna. „Við vorum fjórir og ég held að við höfum fengið um tuttugu og fimm á kjaft,“ bætir hann við.
 
Spurður hversu margir lundar liggja í háfnum þegar vel veiðist svarar Ólafur að bragði: „Bættu bara einu núlli aftan við þessa tölu.“
 
Ólafur er ekki bjartsýnn á framtíð lundaveiða í Eyjum. „Þótt það sé gaman í Eyjum þá færa þeir sig bara þangað sem ætið er að finna. Hann er bara farinn norður,“ segir veiðimaðurinn sem sjálfur ætlar ekki að fara til lundaveiða norður í land.
 
„Nei, ég er orðinn svo gamall, villimaðurinn er orðinn hálfslakur í mér. Maður er líka búinn að fá að veiða nóg,“ svarar Ólafur og hlær við.
 
Ekki var þó allt hábölvað á Ystakletti því þessir fáu lundar sem þar sáust virtust hafa eitthvað í gogginn og ekki varð Ólafur var við mikinn pysjudauða. Eins losna menn við heimilisstörfin meðan dvalið er á Ystakletti en Ólafur vill ekki gera mikið úr því.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.