Hermann Hreiðarsson er þjálfari umferða 1-11 umferða Pepsí deildarinnar

19.Júlí'13 | 15:34

Hemmi Hreiðars Hermann Hreiðarsson

 
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, er þjálfari umferða 1-11 í Pepsi-deild karla en þetta var opinberað í sjónvarpsþættinum Fótbolti.net í hádeginu í dag.
,,Ég er mjög ánægður með byrjunina á tímabilinu hjá okkur. Strákarnir eru búnir að standa sig hrikalega vel og það hefur verið stöðugleiki í leik liðsins. Ég hef haft mjög gaman að þessum fyrstu skrefum í þjálfun," sagði Hermann við Fótbolta.net í dag en hann er í sínu fyrsta þjálfarastarfi.
 
,,Það er hellingur af hlutum sem maður lærir á leiðinni. Maður er með puttana í mörgu eins og aðrir íslenskir þjálfarar og maður lærir rosalega mikið af því hvað þetta er fjölbreytt."
 
David James er aðstoðarþjálfari Hermanns og samstarf þeirra félaga hefur fengið vel. ,,Það var mikill fengur í honum fyrir mig, strákana og klúbbinn í heild sinni. Það hefur verið svakalegur bónus."
 
Eyjamenn eru í fimmta sæti með 18 stig og þeir eiga ennþá einn leik inni á nokkur í lið í deildinni. Miklar breytingar urðu á leikmannahópnum síðastliðinn vetur og Hermann er ánægður með gengi liðsins í sumar.
 
,,Fyrir tímabilið sagði ég að við værum óskrifað blað. Stöðugleikinn, spilamennskan og hugarfarið hjá leikmönnum hefur verið fyrsta flokks. Stemningin í hópnum hefur fleytt okkur þangað sem við erum."
 
ÍBV tapaði 2-0 gegn Rauðu Stjörnunni í Serbíu í gær og Hermann var svekktur með niðurstöðuna.
 
,,Þetta var hálf asnalegt eftir leikinn. Við vorum hrikalega ánægðir með frammistöðuna og leik liðsins en maður er aldrei ánægður með að tapa. Það var hrikalega svekkjandi að fá á sig annað markið í restina. Í öllum síðari hálfleiknum fengu þeir eitt skot inn í teig. Hinar tilraunirnar eru skot fyrir utan teig. Við náðum að skapa okkur ágætis færi og það var fúlt að tapa," sagði Hermann.
 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.