Leikmenn ÍBV eru jaxlar

segir Hermann Hreiðarsson

18.Júlí'13 | 08:16
ÍBV heimsækir Rauðu Stjörnuna í Evrópudeildinni í kvöld en leikur liðanna hefst klukkan 18:30 í Serbíu.
 
,,Það er lykilatriði að við spilum vel sem liðsheild og verjumst vel. Það er enginn vafi á því," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV þegar Fótbolti.net heyrði í honum í gær.
 
 
,,Við vitum að þeir eru með hörkufótboltalið og það er á brattann að sækja. Við förum náttúrulega í leikinn eins og hvaða leik sem er, til að standa okkur eins og menn og vera Eyjamönnum til sóma."
 
ÍBV hefur verið á ferð og flugi undanfarna daga. Liðið spilaði í Færeyjum fyrir viku og á Akureyri síðastliðinn sunnudag. Hermann segir þó að engin þreyta sé í hópnum.
 
,,Það eru allir heilir og það er engin þreyta. Hér verða menn ekkert þreyttir. Þetta eru jaxlar," sagði Hermann.
 
Rauða Stjarnan er gamalt stórveldi og stuðningsmenn liðsins eru afar blóðheitir en þeir kalla heimavöll sinn ,,helvíti."
 
,,Þeir segja að það verði 20-30 þúsund manns plús á vellinum. Þetta er hrikalega spennandi. Það er frábært veður hérna, 28-29 stig og gaman að sjá sólina."
 
Hermann hefur sjálfur komið við sögu í síðustu tveimur leikjum ÍBV. Má búast við að hann spili í kvöld? ,,Alveg eins, það er aukatriði. Það sem skiptir máli er að vera með lið sem er hentugast hverju sinni. Hvort sem mig kitlar í fæturnar eða ekki er aukatriði. Það er liðið sem skiptir máli," sagði Hermann að lokum.
 
 
 

fótbolti

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.