Vildu gifta sig á paradísareyju

Elliði Vignisson gaf hjónin saman

15.Júlí'13 | 08:10
Bandarískt par lét gefa sig saman í Stafkirkjunni í Vestmannaeyjum í fyrradag. Þau ætla að reyna að halda atburðinum leyndum fyrir vinum og ættingjum í Bandaríkjunum fram á haust.
 
Bæjarstjórinn gaf þau saman
Eileen Quinn og John Tremblay ákvaðu fyrir nokkrum mánuðum að athöfnin færi fram í Stafkirkjunni. Íslandsferðin var jólagjöf þeirra til móður brúðarinnar. Bróðir brúðarinnar og íslensk kona hans stungu upp á því að parið léti gefa sig saman í Eyjum. John líkir umhverfinu við paradísareyju og Eileen bætir við að fólk hafi verið mjög hjálplegt við að gera brúðkaupið að veruleika, en þau fengu Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, til að gefa sig saman.
 
Leynibrúðkaup á Íslandi
Hjónabandið verður staðfest af bandarískum yfirvöldum þegar parið kemur heim. Þau biðja áhorfendur RÚV að halda brúðkaupinu leyndu því fjölskylda og vinir þeirra úti eiga fyrst að fá fregnir af því um miðjan október.

Hægt er að sjá frétt RÚV hér
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.