Bæjarráð tók ekki afstöðu til umsóknar um að halda Húkkaraballið í Fiskiðjusundinu

10.Júlí'13 | 08:36
Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í gær og að venju lágu fyrir nokkur mál fyrir ráðinu. Eitt þeirra mála var umsókn ÍBV um að halda Þjóðhátíð í Herjólfsdal og Húkkaraball í Fiskiðjusundinu.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um leyfi til ÍBV íþróttafélags til að halda Þjóðhátíð í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum frá 02. ágúst - 05. ágúst n.k. svo fremi sem aðrir sem um málið fjalla geri það einnig. Umsögnin er háð ríkri kröfu um frágang og snyrtimennsku og áskilur bæjarráð sér rétt til að láta þrífa umhverfi Herjólfsdals á kostnað rekstraraðila ef þörf krefur.
 
Bæjarráð getur hinsvegar ekki tekið afstöðu til þess hluta umsóknarinnar sem lítur að umsókn um að halda Húkkaraball í sundinu milli austur- og vestuhúss Fiskiðjunar. Slík heimild verður ætíð af hálfu Vestmannaeyjabæjar háð ríkri gæslu á og við skemmtun. Auk þess þarf að gera kröfu um að hreinsun á svæðinu nái til miðbæjarsvæðisins, Vigtartorgs og fl. Bæjarráð felur því bæjarstjóra að vinna með ÍBV að framgang málsins og tryggja að þau sjónarmið sem fram komu á fundi bæjarráðs verði höfð að leiðarljósi við ákvörðun um leyfi.
 
Eðlilegt er að einnig liggi fyrir umsögn framkvæmda- og hafnarráðs og umhverfis-og skipulagsráðs vegna málsins.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.