Vestmannaeyjahöfn gerir þjónustusamning við Siglingastofnun vegna Landeyjahafnar

9.Júlí'13 | 08:56
Allt frá því að Landeyjahöfn var tekin í notkun í júlí 2010 hefur Vestmannaeyjahöfn annast ákveðna þjónustu fyrir Siglingastofnun sem er umsýsluaðili hafnarinnar í umboði ríkisins. Ákveðið var síðasta vor að ganga frá formlegum samningi milli aðila um þessa tilteknu þjónustu en hún felst meðal annars í dýptarmælingum, mengunarvörnum og aðgengi að öflugum mannskap og lóðsbát í Eyjum.
Á síðasta fundi ráðsins voru kynnt drög að Viljayfirlýsingu um samstarf Vestmannaeyjahafnar og Siglingastofnunar og þjónustusamningur vegna Landeyjahafnar. Þann 25. júní sl. var þjónustsamningur og Viljayfirlýsing undirrituð af fulltrúum beggja aðila, en málið hafði þá fengið umfjöllum í Framkvæmda- og hafnarráði og í innanríkisráðuneyti. Viljayfirlýsingin felur í sér samstarf til lengri tíma og þjónustusamningurinn kveður á um leigu Vestmanaeyjahafnar á nýju 20 metra þjónustubryggjunni í Landeyjahöfn, dýptarmælingar, mengunarvarnir og samskipti við Umhverfisstofnun og gjaldskrármál.

Viljayfirlýsingin og þjónustusamningurinn hefur ekki áhrif á gildandi samninga Eimskip Ísland og Siglingastofnunar um ferjubryggju og afgreiðsluhús, né dýptunarframkvæmdir í og við Landeyjahöfn, en þær verða áfram í höndum Siglingastofnunar og frá 1. júlí 2013 í höndum siglingasviðs Vegagerðarinnar
Framkvæmda- og hafnarráð samþykkir Viljayfirlýsingu og samning Vestmannaeyjahafnar og Siglingastofnunar um tiltekna þjónustu í Landeyjahöfn dags. 25. júní 2013.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is