Fjölbreytt dagskrá goslokahátíðar í dag

5.Júlí'13 | 09:19

eldgos

Fjölmenni var á viðburðum gærkvöldsins og endaði kvöldið með frábæru Eyjakvöldi í Höllinni og var Höllinn þétt setinn og stemningin frábær. Í dag eru fjölmargir dagskrá liðir í boði og er hægt að sjá dagskrá dagsins hér að neðan:
Ráðhús Vestmannaeyja
 
Kl. 9.00
 
Fánar goslokahátíðar dregnir að húni.
 
 
 
Golfklúbbur Vestmannaeyja
 
Kl. 10.00
 
Volcano open – ræst út kl. 10.00 og kl. 17.00
 
 
 
Við Krossinn á Nýja hrauni
 
Kl. 12.00
 
„Heit leikfimi í 40 ár”
 
Saga leikfimi og líkamsræktar Eyjafólks í 40 ár og HotYoga sýning á sameiginlegri hönnun Eyjastelpnanna Selmu Ragnarsdóttur klæðskera og kjólameistara og Jóhönnu Karlsdóttur Hot yogakennara. Fólk hvatt til að koma fótgangandi. Ef veður verður óhagstætt mun sýningin færast til kl. 14.00 á laugardeginum.
 
 
 
Baldurskró
 
Kl. 13.00
 
Opnun myndlistarsýningar Ásmundar Friðrikssonar í Baldurskró.
 
Athöfn vegna útgáfu bókar Ásmundar: ,,Ási Grási í Grænuhlíð, Eyjapeyi í veröld sem var”. Afrakstur myndasöfnunar Kiwanisklúbbsins Eldfells sýndur, Eldgosið á Heimaey 1973.
 
 
 
Tónlistaskóli Vestmannaeyja
 
Kl. 13.00 - 17.00
 
Fjölbreytt úrval varnings í boði á handverksmarkaði fjölmargra einstaklinga.
 
 
 
Básar
 
Kl. 13.00
 
Opnun myndlistarsýningar Aldísar Gunnarsdóttur, “private view”.
 
 
 
Bæjarleikhúsið
 
Kl. 13.30
 
Sýning á heimildarmyndinni, Útlendingur heima- uppgjör við eldgos. Aðgangur ókeypis en miða er hægt að nálgast í Eymundsson frá 1. júlí. Takmarkað sætaframboð.
 
 
 
Vigtarhús
 
Kl. 13.30-15.00
 
Kynning á Eldheimum. Margrét Kristín Gunnarsdóttir arkitekt hússins, Lilja Kristín Ólafsdóttir landslagsarkitekt og Axel Hallkell Jóhannesson sýningarhönnuður kynna Eldheima í máli og með myndum og módeli.
 
 
 
Stakkagerðistún
 
Kl. 15.00
 
Formleg setningarathöfn goslokahátíðarinnar 2013. Kynnir er Elva Ósk Ólafsdóttir.
 
- Elliði Vignisson bæjarstjóri setur hátíðina og býður gesti velkomna.
 
- ávarp Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra Íslands
 
- flutningur goslokalagsins Leiðin heim – Bjartmar Guðlaugsson
 
- tónlist og stuttar frásagnir frá gostímanum,
 
Eyþór Ingi, valdir Eyjamenn og fl.
 
- sérstakur gestur norski söngvarinn Julius Winger
 
 
 
Kl. 16.00
 
Krakkafjör á vegum Hvítasunnukirkjunnar. Sápubolti og fleira skemmtilegt.
 
Kl. 17.00
 
Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt á Stakkagerðistúni. Aðgangseyrir kr. 1.500,-.
 
 
 
Eymundsson
 
Kl. 16.30
 
Þórunn Kr. Emilsdóttir les upp úr bók sinni “Valsað milli vídda”
 
 
 
Safnahús
 
Kl. 16.30
 
Móttaka og opnun sýningar á vegum norska sendiráðsins. Sýningin rifjar upp Noregsferð barna og unglinga frá Vestmannaeyjum í boði norska Rauða krossins sumarið 1973.
 
Sérstakur gestur á sýningunni verður norski fréttamaðurinn Geir Helljesen.
 
 
 
Skanslaut
 
Kl. 16.30
 
Vígsla á útigrilli sem Skógræktarfélag Vestmannaeyja gefur til almenningsafnota, kynning á Hraunskógi.
 
 
 
Slippurinn
 
Kl. 16.30
 
Opnun myndlistarsýningar Daníels Magnússonar, Huldu Hákon og Jóns Óskars.
 
 
 
Skansinn
 
kl. 17.00
 
Hafnarganga – bryggjurölt – í tilefni 100 ára afmælis Vestmannaeyjahafnar. Arnar Sigurmundsson leiðir göngu frá Skansinum um bryggjurnar, inn í Friðarhöfn og staldrað við á nokkrum stöðum og endað á Skipasandi kl. 18.15.
 
 
 
Net – Eiðinu
 
Kl. 18.00
 
Eld-rautt Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir sýnir kjólaskúlptúra og textílverk. Fatahönnun Ástu, sem á ættir sínar að rekja til Eyja hefur notið mikilla vinsælda um árabil.
 
 
 
Skipasandur
 
Kl. 18.15
 
Upplýsingaskilti um gömlu slippana afhjúpað á Skipasandi.
 
 
 
Hafnarhúsið við Básaskersbryggju
 
Kl. 18.30
 
Myndasýning, mest gamlar ljósmyndir af skjávarpa og lifandi myndir í tilefni 100 ára afmælis Vestmannaeyjahafnar.
 
 
 
Bæjarleikhúsið
 
Kl. 18.30
 
Sýning á heimildarmyndinni, Útlendingur heima- uppgjör við eldgos.
 
 
 
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
 
Kl. 20.30
 
Tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja og Fjallabræðra. Miðaverð 3.900 kr. Forsala í Kletti.
 
 
 
Vinaminni
 
Kl. 21.00
 
Davíð, Siggi, Árný og valdir hippar taka lagið.
 
 
 
Kaffi Varmó
 
Kl. 22.30 – 03.00
 
Glaðbeittir Selfyssingar skemmta Eyjamönnum með spili og söng.
 
 
 
Kaffi kró
 
Kl. 23.30
 
Hið árlega hlöðuball. Kapteinn Morgan og gestir leika fyrir dansi.
 
 
 
Prófasturinn
 
Kl. 00.00
 
Bandið „Allt í einu” leikur fyrir dansi.
 
 
 
Eldfell
 
Kl. 00.00
 
,,Logar í austri” - bæjarbúar hvattir til að líta að Eldfelli.
 
 
 
Volcano Cafe
 
Kl. 00.00
 
Dj Atli spilar fyrir mannskapinn.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%