Fjölbreytt dagskrá goslokahátíðar í dag

5.Júlí'13 | 09:19

eldgos

Fjölmenni var á viðburðum gærkvöldsins og endaði kvöldið með frábæru Eyjakvöldi í Höllinni og var Höllinn þétt setinn og stemningin frábær. Í dag eru fjölmargir dagskrá liðir í boði og er hægt að sjá dagskrá dagsins hér að neðan:
Ráðhús Vestmannaeyja
 
Kl. 9.00
 
Fánar goslokahátíðar dregnir að húni.
 
 
 
Golfklúbbur Vestmannaeyja
 
Kl. 10.00
 
Volcano open – ræst út kl. 10.00 og kl. 17.00
 
 
 
Við Krossinn á Nýja hrauni
 
Kl. 12.00
 
„Heit leikfimi í 40 ár”
 
Saga leikfimi og líkamsræktar Eyjafólks í 40 ár og HotYoga sýning á sameiginlegri hönnun Eyjastelpnanna Selmu Ragnarsdóttur klæðskera og kjólameistara og Jóhönnu Karlsdóttur Hot yogakennara. Fólk hvatt til að koma fótgangandi. Ef veður verður óhagstætt mun sýningin færast til kl. 14.00 á laugardeginum.
 
 
 
Baldurskró
 
Kl. 13.00
 
Opnun myndlistarsýningar Ásmundar Friðrikssonar í Baldurskró.
 
Athöfn vegna útgáfu bókar Ásmundar: ,,Ási Grási í Grænuhlíð, Eyjapeyi í veröld sem var”. Afrakstur myndasöfnunar Kiwanisklúbbsins Eldfells sýndur, Eldgosið á Heimaey 1973.
 
 
 
Tónlistaskóli Vestmannaeyja
 
Kl. 13.00 - 17.00
 
Fjölbreytt úrval varnings í boði á handverksmarkaði fjölmargra einstaklinga.
 
 
 
Básar
 
Kl. 13.00
 
Opnun myndlistarsýningar Aldísar Gunnarsdóttur, “private view”.
 
 
 
Bæjarleikhúsið
 
Kl. 13.30
 
Sýning á heimildarmyndinni, Útlendingur heima- uppgjör við eldgos. Aðgangur ókeypis en miða er hægt að nálgast í Eymundsson frá 1. júlí. Takmarkað sætaframboð.
 
 
 
Vigtarhús
 
Kl. 13.30-15.00
 
Kynning á Eldheimum. Margrét Kristín Gunnarsdóttir arkitekt hússins, Lilja Kristín Ólafsdóttir landslagsarkitekt og Axel Hallkell Jóhannesson sýningarhönnuður kynna Eldheima í máli og með myndum og módeli.
 
 
 
Stakkagerðistún
 
Kl. 15.00
 
Formleg setningarathöfn goslokahátíðarinnar 2013. Kynnir er Elva Ósk Ólafsdóttir.
 
- Elliði Vignisson bæjarstjóri setur hátíðina og býður gesti velkomna.
 
- ávarp Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra Íslands
 
- flutningur goslokalagsins Leiðin heim – Bjartmar Guðlaugsson
 
- tónlist og stuttar frásagnir frá gostímanum,
 
Eyþór Ingi, valdir Eyjamenn og fl.
 
- sérstakur gestur norski söngvarinn Julius Winger
 
 
 
Kl. 16.00
 
Krakkafjör á vegum Hvítasunnukirkjunnar. Sápubolti og fleira skemmtilegt.
 
Kl. 17.00
 
Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt á Stakkagerðistúni. Aðgangseyrir kr. 1.500,-.
 
 
 
Eymundsson
 
Kl. 16.30
 
Þórunn Kr. Emilsdóttir les upp úr bók sinni “Valsað milli vídda”
 
 
 
Safnahús
 
Kl. 16.30
 
Móttaka og opnun sýningar á vegum norska sendiráðsins. Sýningin rifjar upp Noregsferð barna og unglinga frá Vestmannaeyjum í boði norska Rauða krossins sumarið 1973.
 
Sérstakur gestur á sýningunni verður norski fréttamaðurinn Geir Helljesen.
 
 
 
Skanslaut
 
Kl. 16.30
 
Vígsla á útigrilli sem Skógræktarfélag Vestmannaeyja gefur til almenningsafnota, kynning á Hraunskógi.
 
 
 
Slippurinn
 
Kl. 16.30
 
Opnun myndlistarsýningar Daníels Magnússonar, Huldu Hákon og Jóns Óskars.
 
 
 
Skansinn
 
kl. 17.00
 
Hafnarganga – bryggjurölt – í tilefni 100 ára afmælis Vestmannaeyjahafnar. Arnar Sigurmundsson leiðir göngu frá Skansinum um bryggjurnar, inn í Friðarhöfn og staldrað við á nokkrum stöðum og endað á Skipasandi kl. 18.15.
 
 
 
Net – Eiðinu
 
Kl. 18.00
 
Eld-rautt Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir sýnir kjólaskúlptúra og textílverk. Fatahönnun Ástu, sem á ættir sínar að rekja til Eyja hefur notið mikilla vinsælda um árabil.
 
 
 
Skipasandur
 
Kl. 18.15
 
Upplýsingaskilti um gömlu slippana afhjúpað á Skipasandi.
 
 
 
Hafnarhúsið við Básaskersbryggju
 
Kl. 18.30
 
Myndasýning, mest gamlar ljósmyndir af skjávarpa og lifandi myndir í tilefni 100 ára afmælis Vestmannaeyjahafnar.
 
 
 
Bæjarleikhúsið
 
Kl. 18.30
 
Sýning á heimildarmyndinni, Útlendingur heima- uppgjör við eldgos.
 
 
 
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
 
Kl. 20.30
 
Tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja og Fjallabræðra. Miðaverð 3.900 kr. Forsala í Kletti.
 
 
 
Vinaminni
 
Kl. 21.00
 
Davíð, Siggi, Árný og valdir hippar taka lagið.
 
 
 
Kaffi Varmó
 
Kl. 22.30 – 03.00
 
Glaðbeittir Selfyssingar skemmta Eyjamönnum með spili og söng.
 
 
 
Kaffi kró
 
Kl. 23.30
 
Hið árlega hlöðuball. Kapteinn Morgan og gestir leika fyrir dansi.
 
 
 
Prófasturinn
 
Kl. 00.00
 
Bandið „Allt í einu” leikur fyrir dansi.
 
 
 
Eldfell
 
Kl. 00.00
 
,,Logar í austri” - bæjarbúar hvattir til að líta að Eldfelli.
 
 
 
Volcano Cafe
 
Kl. 00.00
 
Dj Atli spilar fyrir mannskapinn.
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).