Mikið bókað með Herjólfi næstu daga

25.Júní'13 | 08:05

Herjólfur

„Það er smekkfullt með Herjólfi í mörgum ferðum. Ef maður hefur ekki planað svo og svo langt fram í tímann þá getur verið erfitt að komast á milli lands og Eyja,“ sagði Kristín Jóhannsdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Vestmannaeyja, um ferðir með Herjólfi. Morgunblaðinu barst til eyrna að nokkuð væri um fullbókaðar ferðir með skipinu í sumar og leitaði álits hjá Kristínu. Hún sagði þetta einkum eiga við þær helgar þegar haldin eru stórmót og hátíðir í Eyjum.
Í dag flykkjast gestir á Shellmótið, fjölsótt knattspyrnumót yngri flokka drengja. Í byrjun júlí er goslokahátíðin og verður mikið um dýrðir enda 40 ár frá goslokum. Þjóðhátíð Vestmannaeyja er svo um verslunarmannahelgina.
 
Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs, sagði í samtali við Morgunblaðið skipið geta flutt 390 farþega og 50-55 bíla í hverri ferð eftir stærð bílanna. Fyrst yrði því fullbókað fyrir bíla þegar margir vildu fá far. Skipið siglir fimm ferðir flesta daga vikunnar.
 
En kemur til greina að fjölga ferðum?
 
„Já, við gerum það. Aðfaranótt næsta sunnudags verðum við til dæmis með tvær aukaferðir,“ sagði Gunnlaugur.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is