Hluti af fótbolta að verjast

segir Hermann Hreiðarsson

24.Júní'13 | 08:20

fótbolti

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með 1-0 sigur sinna manna gegn Fram.
 
Hermann var fyrst og fremst ánægður með varnarleik sinna manna, en eina mark leiksins skoraði Gunnar Már Guðmundsson skömmu fyrir leikhlé.
„Við vorum sterkari aðilinn og fáum dauðafæri eftir innan við mínútu, sem við hefðum átt að nýta mun betur en við gerðum. Það voru nokkur svona atriði, við komumst inn fyrir þá án þess að refsa almennilega,“ sagði Hermann eftir leikinn.
 
„Við spiluðum mjög agaðan varnarleik og lokuðum mjög vel á þá. Þeir eru með mjög góða sóknarmenn, þannig að við „díluðum“ við þá og það er hluti af fótbolta að verjast. Við vörðumst hrikalega vel.“
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.