Danski kaupmaðurinn sem sprengdi sig í loft upp í Vestmannaeyjum

20.Júní'13 | 08:08
Vefsíðan Lemúrinn sem er á slóðinni www.lemurinn.is birti fyrir stuttu skemmtilegan pistil um danskan kaupmann sem bjó í eyjum og tókst að sprengja sig í loft upp árið 1851. Birtum við þessa skemmtilegu sögu hér að neðan:
Þetta er óhugn­an­leg saga af hræði­legum atburði sem gerð­ist árið 1851 í Vestmannaeyjum. Danskur maður sprengdi sig í loft upp undir svo­köll­uðum Skansaklettum.
 
 
Í meira en eina og hálfa öld hefur verið rek­inn versl­un­ar­rekstur af ein­hverju tagi í Tanganum í Vestmannaeyjum. Um mið­bik 19. aldar var danska myllu­smiðnum Johan Julius Frederik Birck úthlutuð lóð á Strandveginum þar sem hann setti á fót versl­un­ina Juliushaab árið 1845.
 
 
Verslunina rak Birck til ársins 1851. Ekki er ætlunin með þess­ari grein að reka versl­un­ar­sögu Tangans frá upp­hafi til enda heldur að greina frá enda­lokum danska myllusmiðsins.
 
 
Johan Julius Frederik Birck kom upp­haf­lega til Íslands til þess að reisa myllu í Reykjavík. Síðar flutt­ist hann til Vestmannaeyja fyrir til­stuðlan Jens Benediktssonar, átti hann að byggja þar korn­myllu sem reist var ofan á Bakarahúsið í Garðinum sumarið 1842.
 
 
Sagan segir að myllu­smið­ur­inn danski hafi verið und­ar­legur í háttum og lítið haft af versl­un­ar­rekstr­inum að segja. Hélt hann sig að mestu í Lýsishúsi sínu þar sem hann hafði svefn­loft. Myndin að ofan sýnir þetta hús síðar. Þegar Birck var rúm­lega þrítugur að aldri er sagt að hann hafi verið mikið þung­lyndur og að lokum „geðbilaður“.
 
 
Sumardag einn árið 1851 sáu bæj­ar­búar myllu­smið­inn ark­andi í átt að Skansaklettum og undir ann­arri hend­inni bar hann kút með sprengi­efni. Segir svo í grein Þorsteins Jósepssonar frá árinu 1943 sem birt­ist í Frjálsri verslun:

http://lemurinn.is/wp-content/uploads/2013/06/frjalsverslun-7-8-tbl-1943.jpg

„Þegar Júlíus sál­ugi var kom­inn spöl inn með klett­inum, vel í hvarf frá bænum, sett­ist hann klof­vega á kvartelið, kveikti á eld­spítu og bar hana log­andi að sæt­inu. Kvartelið var fullt af púðri og á næsta augna­bliki kvað við ógur­legur brestur svo björgin nötr­uðu og fólkið í kaup­staðnum föln­aði upp af hræðslu. Þá var Julius sál­ugi Birck á leið til himna og reið hel­reið á púð­urkvarteli. Nokkrar tætlur urðu samt eftir af honum á jörð­unni og fund­ust þær þegar að var gáð í urð­inni fyrir neðan klettana.“
 

Heimildir:

Frjáls verslun, 7. til 8. tölu­blað, 1943

Morgunblaðið, 3. ágúst 1985

Heimaslóð

 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is