Stemning og kraftur í Eyjamönnum

segir Magnús Gylfason

18.Júní'13 | 12:21
Magnús Gylfason, þjálfari Vals, mun í kvöld mæta sínum gömlu félögum í ÍBV en liðin eigast við í Pepsi-deildinni klukkan 18:00.
 
,,Það eru komnir einhverjir nýir menn síðan í fyrra en ég þekki ÍBV ágætlega," sagði Magnús við Fótbolta.net í dag.
,,Ég sé að það er stemning og kraftur í Eyjamönnum og þeir eru alltaf erfiðir. Ég hlakka til að mæta þeim í kvöld. Eins og fyrir alla leiki er mikill spenningur og hugur í mönnum en síðan verður að koma í ljós hvernig gengur."
 
Valsmenn eru fyrir leikinn fimm stigum á eftir toppliði KR og tveimur stigum á eftir FH og Stjörnunni. Hlíðarendapiltar þurfa því sigur í kvöld til að halda sér í toppbaráttunni.
 
,,Hver einasti leikur er mikilvægur til að skilja ekki að, sérstaklega þegar efstu liðin eru að vinna alla leiki. Við förum hóflega bjartsýnir í þennan leik eins og alla aðra. Við teljum okkur vera með ágætis lið og eiga góðan séns. Við erum á heimavelli og ætlum að gera okkar besta til að vinna."
 
James Hurst er ekki með Val í kvöld þar sem hann tekur út leikbann en Jónas Þór Næs er hins vegar klár í slaginn eftir meiðsli. ,,Jónas er klár og það er frábært að fá hann aftur inn, sérstaklega á þessum tímapunkti þegar Hurst er í banni."
 
Fyrir leik í kvöld verður minningarathöfn um Hermann Gunnarsson. ,,Hans verður minnst í kvöld og það er frábært að sýna honum þá virðingu sem hann á skilið," sagði Magnús að lokum.
 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.