Dagbók lögreglunnar

Laumufarþegar og umferðaróhöpp meðal verkefna lögreglu

Helstu verkefni frá 3. til 10. júní 2013

10.Júní'13 | 15:30

Lögreglan,

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum, þó þurfti lögreglan að aðstoða nokkra einstaklinga til síns heima þar sem þeir voru ógöngufærir sökum ölvunar. Þá var eitthvað um að kvartað væri yfir hávaða frá heimahúsum.
Laust eftir miðnætti þann 6. júní sl. var lögreglu tilkynnt um að tveir laumufarþegar væru um borð í skemmtiferðarskipi sem væri á leið til Vestmannaeyja frá Reykjavík. Við komu skipsins til Eyja fóru lögreglumenn um borð og sóttu tvo menn sem farið höfðu um borð í skipið í leyfisleyis þar sem það lá við bryggju í Reykjavík. Mennirnir voru fluttir til Reykjavíkur þar sem skýrslur voru teknar af þeim með aðstoð túlks. Um var að ræða erlenda ríkisborgara sem áður hafa verið staðnir að því að fara um borð í skip í leyfisleysi.
 
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku og var í öllum tilvikum um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.
 
Lögreglunni var í vikunni tilkynnt um að krotað hafi verið á nokkur umferðarmerki, en það er með öllu óheimilt. Upplýsingar bárust um hverjir þarna voru að verki og telst málið upplýst en lítið sem ekkert tjón varð á umferðarmerkjunum þar sem hægt var að þrífa krotin
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.