Þórarinn Ingi söng um kartöflur í nýðliðavígslu landsliðsins

7.Júní'13 | 13:05

Tóti

Þórarinn Ingi Valdimarsson var formlega vígður inn í íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í gær. Þórarinn Ingi söng landsþekktan slagara úr smiðju félaga síns úr Vestmannaeyjum.
 
Strákarnir í íslenska landsliðinu þurfa að syngja lag að eigin vali fyrir félaga sína í landsliðinu. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður liðsins, heldur vel utan um vígslurnar.
 
Samkvæmt heimildum Vísis söng Þórarinn Ingi lag Árna Johnsen um kartöflurnar í Þykkvabæ af hjartans innlifun. Hann kunni textann reiprennandi og vakti frammistaðan mikla lukku.
 
„Hann ætti þó aldrei að íhuga að leggja sönginn fyrir sig sem fag. Bara syngja til gamans í góðum gír, t.d. í hvítu tjaldi á Þjóðhátíð þar sem allir syngja beint frá hjartanu," sagði heimildarmaður Vísis um frammistöðu Þórarins.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).