Þórarinn Ingi söng um kartöflur í nýðliðavígslu landsliðsins

7.Júní'13 | 13:05

Tóti

Þórarinn Ingi Valdimarsson var formlega vígður inn í íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í gær. Þórarinn Ingi söng landsþekktan slagara úr smiðju félaga síns úr Vestmannaeyjum.
 
Strákarnir í íslenska landsliðinu þurfa að syngja lag að eigin vali fyrir félaga sína í landsliðinu. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður liðsins, heldur vel utan um vígslurnar.
 
Samkvæmt heimildum Vísis söng Þórarinn Ingi lag Árna Johnsen um kartöflurnar í Þykkvabæ af hjartans innlifun. Hann kunni textann reiprennandi og vakti frammistaðan mikla lukku.
 
„Hann ætti þó aldrei að íhuga að leggja sönginn fyrir sig sem fag. Bara syngja til gamans í góðum gír, t.d. í hvítu tjaldi á Þjóðhátíð þar sem allir syngja beint frá hjartanu," sagði heimildarmaður Vísis um frammistöðu Þórarins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.