Þarf eftirlismyndavélar um allt?

Guðmundur Þ. B. Ólafsson skrifar

4.Júní'13 | 11:22
Er virkilega svo komið fyrir okkur að setja þurfi upp eftirlitsmyndavélar um allan bæ?
 
Það er alltof mikið um að unnin séu skemmdarverk á eigum okkar Vestmannaeyinga, skemmdir sem greiddar eru af okkur sjálfum, og með okkar skattpeningum.
 
 
Þar sem eftirlitsmyndavélar hafa verið settar upp, svo sem á Skanssvæðinu, hefur tekist að upplýsa hverjir standa að skemmdum.
 
Undanfarið hefur einhver eða einhverjir stundað þá iðju að tússa á umferðamerki bæjarins.
 
Vera má að viðkomandi líði eitthvað illa í klofinu, því yfirleitt eru þetta klúryrði, teikningar af karlmannskynfærum o.fl..
 
Það eru vinsamleg tilmæli til allra þeirra sem verða varir við að verið sé eyðileggja sameiginlegar eigur okkar eða eigur annarra, að hika ekki við að segja til viðkomandi, þá til lögreglunnar.
 
 
 
Í lokin má svo minna hundaeigendur á að hirða upp saur eftir hunda sína, en það er alltof mikið um að hundaskítur sé á víð og dreif um bæinn. Örugglega er þarna um örfáa trassa að ræða sem koma óorði á alla hundaeigendur.
 
 
Guðmundur Þ. B. Ólafsson
rekstrarstjóri Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.