Þarf eftirlismyndavélar um allt?

Guðmundur Þ. B. Ólafsson skrifar

4.Júní'13 | 11:22
Er virkilega svo komið fyrir okkur að setja þurfi upp eftirlitsmyndavélar um allan bæ?
 
Það er alltof mikið um að unnin séu skemmdarverk á eigum okkar Vestmannaeyinga, skemmdir sem greiddar eru af okkur sjálfum, og með okkar skattpeningum.
 
 
Þar sem eftirlitsmyndavélar hafa verið settar upp, svo sem á Skanssvæðinu, hefur tekist að upplýsa hverjir standa að skemmdum.
 
Undanfarið hefur einhver eða einhverjir stundað þá iðju að tússa á umferðamerki bæjarins.
 
Vera má að viðkomandi líði eitthvað illa í klofinu, því yfirleitt eru þetta klúryrði, teikningar af karlmannskynfærum o.fl..
 
Það eru vinsamleg tilmæli til allra þeirra sem verða varir við að verið sé eyðileggja sameiginlegar eigur okkar eða eigur annarra, að hika ekki við að segja til viðkomandi, þá til lögreglunnar.
 
 
 
Í lokin má svo minna hundaeigendur á að hirða upp saur eftir hunda sína, en það er alltof mikið um að hundaskítur sé á víð og dreif um bæinn. Örugglega er þarna um örfáa trassa að ræða sem koma óorði á alla hundaeigendur.
 
 
Guðmundur Þ. B. Ólafsson
rekstrarstjóri Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).