Vel heppnaðri sjómannadagshelgi lokið

3.Júní'13 | 10:57
Síðustu dagar hafa einkennst af miklum hátíðarhöldum í Vestmannaeyjum enda sjómannadagurinn í gær og mikil dagskrá var í boði allt frá síðasta föstudegi. Þá keppti áhafnir í fótboltamóti, Ísfélagsmótið var í golfi, glæsilegir Tyrkjaguddu tónleikar í Höllinni og Árni Johnsen sló á létta strengi ásamt tónlistarmönnum í Akóges.
Dagskrá laugardagsins fór svo fram með hefðbundnu sniði við Viktartorgið en þar  var m.a keppt í kappróðri, sjómann, koddaslag og karalokahlaupi. Um kvöldið var svo slegið upp dansleik í Höllinni.
 
Í gær á sjálfan sjómannadaginn byrjaði dagskráinn með messu í Landakirkju og minningarstund á kirkjulóðinni þar sem Snorri Óskarsson minntist látinna sjómanna. Harpa Gísladóttir og Berglind Kristjánsdóttir lögðu blómsveig frá sjómannadagsráði við minnismerkið.

Hátíðardagskráin fór svo fram á Stakkagerðistúni undir styrkri stjórn Snorra Óskarsson sem heiðraði þar sjómenn fyrir vel unnin störf. Ræðumaður dagsins var svo nýkjörinn þingmaður Suðurkjördæmis Ásmundur Friðiksson.

Halldór B. Halldórsson tók upp tvö skemmtileg myndbönd sem við birtum hér að neðan:
 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.