Tryggvi snýr aftur til Eyja

2.Júní'13 | 10:30
ÍBV og Fylkir þjófstarta sjöttu umferðinni í Pepsi-deild karla í fótbolta í dag, sjómannadag, þegar liðin eigast við á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Leiknum var flýtt en hinir fimm leikir umferðarinnar fara fram 9. og 10. júní.
Byrjun tímabilsins hefur verið ólík hjá liðunum en ÍBV hefur tapað einu sinni í fyrstu fimm umferðunum og er í 5. sæti með 8 stig en Fylkir hefur ekki unnið leik og er í ellefta og næstneðsta sætinu með aðeins 2 stig.
 
Tryggvi Guðmundsson snýr á heimaslóðirnar í Eyjum með liði Fylkis, sem hinsvegar saknar annars fyrrv. leikmanns ÍBV. Finnur Ólafsson glímir við nárameiðsli og verður ekki með Árbæjarliðinu. Fylkir saknar líka Pablo Punyeds sem er úr leik í bili en Andrés Már Jóhannesson og Kjartan Ágúst Breiðdal hafa hinsvegar bæst í hópinn eftir meiðslafjarveru.
 
Eyjamenn hafa endurheimt David James, sem var á þjálfaranámskeið í Englandi og spilaði ekki síðustu tvo leiki. Spurning er hvort Arnór Ólafsson verði leikfær en hann lék ekki gegn Þrótti í bikarnum vegna ökklameiðsla.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.