Bærinn kaupir dragnótaskip

30.Maí'13 | 13:54
Bæjarráð Vestmannaeyja hefur ákveðið að neyta forkaupsréttar síns að dragnótaskipinu Portland VE-97, ásamt aflahlutdeild, veiðarfærum og öðrum því sem skipinu fylgir. Þetta er gert til að tryggja að skipið verði áfram gert út frá Vestmannaeyjum.
Núverandi eigandi Portlands hafði samið um sölu skipsins en lögum samkvæmt eiga sveitarfélög forkaupsrétt, séu skip seld út fyrir sveitarfélagið. Í fréttatilkynningu frá bænum er seljanda og væntanlegum kaupanda þökkuð sú virðing sem íbúum í Vestmannaeyjum hafi verið sýnd með því að virða forkaupsréttinn og bjóða bænum skipið til sölu. Þetta er sagt til eftirbreytni og rifjað upp að Vestmannaeyjabær hefur höfðað mál gegn kaupanda og seljanda útgerðarinnar Bergs-Hugins. Samið var á sölu þess skips úr sveitarfélaginu og neitar seljandinn, Magnús Kristinsson, að láta sveitarfélagið ganga inn í þau kaup. Hann sagði á sínum tíma að forkaupsrétturinn næði aðeins til skipa en hvorki hlutabréfa né aflahlutdeilda. Raunin hefði verið sú að félagið sem ætti Berg-Hugin væri skráð í Reykjavík og því ætti Vestmannaeyjabær engan forkaupsrétt að skipinu.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%