GusGus á Þjóðhátíð í Eyjum í fyrsta skipti

Daníel Ágúst segir sveitina ætla að standa undir nafni sem danshvetjandi tónlistarflytjendur.

27.Maí'13 | 08:41
"Við vorum beðnir um að spila og okkur er það mjög ljúft. Ég hef áður farið á Þjóðhátíð, þá með Nýdanskri, og það er mjög skemmtileg reynsla að spila fyrir dalinn," segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst.
Daníel Ágúst og félagar í hljómsveitinni GusGus eru meðal þeirra atriða sem hafa nú verið staðfest á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina en þetta er í fyrsta skipti sem sveitin stígur á svið á hátíðinni. "Við erum í góðum gír og ætlum að láta fólk hrista skankana," segir Daníel Ágúst. "Uppistaðan á spilunarlistanum verður lög af Arabian Horse plötunni okkar en svo tökum við eldri lög í bland. Við erum auðvitað í danstónlistargeiranum og munum standa undir nafni sem danshvetjandi tónlistarflytjendur."
 
Önnur stór nöfn sem hafa verið staðfest fyrir Þjóðhátíð í ár eru Helgi Björnsson, Bubbi Morthens og Páll Óskar. Sá síðastnefndi verður á dagskrá tvisvar sinnum á sunnudagskvöldinu, fyrst fyrir brekkusönginn og svo aftur að honum loknum, þegar hann lokar hátíðinni.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.