Slippurinn opnar á ný

24.Maí'13 | 15:33
Á vefnum www.freisting.is sem er fréttavefur um mat og vín birtist í dag viðtal við matreiðslumanninn Gísla Matthías Auðunsson sem er yfirmatreiðslumaður á Slippnum sem opnaði nýverið aftur eftir vetrar lokun. Viðtalið er hér að neðan en þar fer Gísli yfir áherslu Slippsins og hvað hann hefur verið að bardúsa í vetur.
Sumarveitingastaðurinn Slippurinn í Magnahúsinu við Strandveg 76 í Vestmannaeyjum opnaði nú í maí með nýjan, stærri og enn glæsilegri matseðil. Opnunartími er alla virka daga frá klukkan 17:30 og um helgar frá klukkan 11:30 til 23:00 og jafnvel lengur ef svo ber undir og síðan um miðjan september mun Slippurinn væntanlega loka yfir vetrartímann.
 
Yfirmatreiðslumaður Slippsins er 24 ára matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson og kemur hann til með að standa vaktina í sumar ásamt góðum hóp af strákum sem hefur mikinn áhuga á mat og eldamennsku. Gísli lærði fræðin sín í Veisluturninum, nítjándu á tímabilinu 2007 til 2011, en hann hefur starfað á Dill Restaurant, Skíðakofa í Frönsku ölpunum og í fyrra tók hann þátt í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda 2012 en því miður komst Ísland ekki á verðlaunapall.

Samheldin fjölskylda
Slippurinn er fjölskyldurekinn veitingastaður sem hefur um leið skemmtilegan sjarma yfir öllu saman. Móðirin, Katrín Gísladóttir er með áratuga reynslu í þjónustustörfum og er yfirþjónn staðarins. Systirin, Indíana Auðunsdóttir og meðeigandi er framkvæmdastýra, þaulmenntaður myndlistamaður, hönnuður og þúsundþjalasmiður, en hún sér um rekstrarlegu hliðina. Faðirinn, Auðunn Arnar Stefnisson er þúsundþjalasmiður og sér um allt viðhald og allt sem snýr af þeim störfum. "Við erum líka rosalega heppinn með starfsfólk í sal, sem deilir metnaðinum með okkur. En markmið okkar er að vera besti landsbyggðarstaður á Íslandi", sagði Gísli hress í samtali við freisting.is.

Við fengum Gísla til að svara nokkrum spurningum um matseðilinn, uppáhalds veitingastaði og fleira.
 
Hverjar eru helstu nýjungar á matseðlinum?
Við munum nýta enn meira fiskinn í kringum eyjuna. Pabbi sem er sjómaður er búinn að vera gera þennan líka frábæra saltfisk, allan unnin uppá gamla mátan. Svo hann verður á matseðlinum. Svo munum við verða með Skötusels carpaccio með capers & sítrónuvinagrettu og nota mikið annað sjávarfang í kringum eyjuna.
 
Við notum líka mikið af jurtum sem vaxa hér upp um allar trissur eins og blóðberg, hundasúrur, hvönnina, villtan kerfil og fleira. Síðan ræktar mamma það sem vantar uppá eins og dill, steinselju, basilíku og annað slíkt. Ýmsir fleiri réttir bætast við og að auki munum við hafa rétt dagsins. Markmiðið er líka að sækja alltaf ferskt grænmeti og ber upp á suðurlandið í hverri viku. Erum með frábæra garðyrkjubónda víðsvegar um Flúðir og Reykholt sem vilja gera allt fyrir okkur. Við bætum barinn og komum inn með betra úrval af íslenskum gæða bjórum og sumarlega kokteila í blönduðum íslensku gæðahráefni.
 
Hvaða réttur er það sem auðkennir Slippinn? (Signature réttur)
Erfitt að segja. En við erum rosalega stolt af ferska fisknum okkar, hrefnusteikinni okkar og svo auðvitað humarsúpunni sem hefur fengið mikið lof.
 
 
Hvenær og hvernig fékkstu áhuga á eldamennsku?
Það eru nú margir matreiðslumenn í fjölskyldunni og ég hef alltaf elskað góðan mat. Það var nú samt kannski helst fyrir tilstuðla Sigga Gísla, sem bauð mér vinnu á nítjándu árið 2007. Síðan þá hefur maður ekki litið til baka og gefið allt sem maður hefur í þetta starf.
 
 
Hverjir eru þínir tveir uppáhalds veitingastaðir einn á íslandi og einn erlendis? (Aðrir en Slippurinn)
Erfitt að nefna bara tvo staði. Ég er mikið fyrir Nýnorræna matargerð og Dill er þar í miklu uppáhaldi. Mér finnst líka Fiskifélagið mjög skemmtilegur staður. Svo eru svo margir veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu sem eru rosalega skemmtilegir, nýir og flottir.
Ég hef nú borðað á nokkrum Michelin stöðum, og þó svo að það hljómi klisjulega þá hef ég aldrei fengið jafn góðan mat og ég fékk á Texture hjá honum Agga Sverris. Fór líka á Aska í New York og þar var einnig frábær matur hjá honum. (Dill Food&Fun).
 
 
Hvaða hugmyndir tekur þú með þér þegar þú heimsækir önnur veitingahús?
Ég pæli mjög mikið í stemmingunni á stöðunum sem er að mínu mati alveg jafn mikilvæg og góður matur og þjónusta. Ég pæli mikið í hvernig maturinn er uppsettur og hvort hann hann meiki einhvern sens, ef svo má að orði komast. Maður lærir rosalega mikið á að borða á öðrum veitingahúsum.
 
 
Hvað gerðir þú núna yfir veturinn á meðan að Slippurinn var lokaður?
Ég ferðaðist mikið um mið evrópu eins og Ítalíu, Frakkland og Sviss og var mikið í Frönsku Ölpunum að sækja mér reynslu. Ég er oft smeykur við að staðna, þannig að ég vil ferðast mikið og læra mikið af nýjum hlutum yfir vetratímann og vera svo allur inn í Slippnum í Vestmannaeyjum á sumrin.

 
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.