Eyjamenn hafna hóteli við Hásteinsgryfju

23.Maí'13 | 11:19
Vestmannaeyingar höfnuðu því í íbúakosningu að bærinn myndi veita byggingarleyfi fyrir hóteli á lóð við Hásteinsgryfju.
Spurningin á atkvæðaseðlinum var eftirfarandi: "Vilt þú að Vestmannaeyjabær veiti byggingaleyfi fyrir hótel það sem kynnt hefur verið á lóðinni í Hásteinsgryfjunni?" og voru svarmöguleikarnir „Já“ og Nei“.
 
Alls voru greidd 1041 atkvæði og var þátttakan því um 33%.
 
Niðurstaða könnunarinnar var með þeim hætti að 44% sögðu já, og 56% sögðu nei.
 
Íbúakönnunin var ráðgefandi fyrir bæjarstjórn og mun bæjarstjórn nú taka sér tíma til þess að fara yfir málið með niðurstöðu könnunarinnar að leiðarljósi.
 
Jafnframt verður fundað með lóðarumsækendum og þeim gerð grein fyrir niðurstöðu íbúakönnunarinnar og kannaður vilji þeirra til frekari samvinnu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is