Eygló Harðardóttir verður félagsmálaráðherra

Fyrsti ráðherrann með lögheimili í Vestmannaeyjum frá 1979

23.Maí'13 | 08:20

Eygló Harðardóttir, glóa2

Í gærkvöldi var tilkynnt hvaða ráðherra sitja í nýrri ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en stjórnarmyndunar viðræður hafa átt sér stað að undanförnu.
Eygló Harðardóttir sem verið hefur þingmaður Suðurkjördæmis frá árinu 2008 en fyrir síðustu kosningar skipti hún um kjördæmi og bauð sig fram í Suðvesturkjördæmi. Eygló er með lögheimili í Vestmannaeyjum og hún fyrsti ráðherran sem hefur heimilisfesti í eyjum frá því að Magnús H. Magnússon var skipaður félags-, heilbrigðis-, tryggingamála- og samgönguráðherra í október 1979.

Suðurkjördæmi fékk tvo ráðherra að og verður Ragnheiður Elín leiðtogi Sjálfstæðismanna í kjördæminu iðnaðar- og viðskiptaráðherra og framsóknarmaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvar-, landbúnaðar- og umhverfisráðherra.
 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is