Hvetjum Eyjamenn til þátttöku í íbúakönnun

Aðstandendur H-Eyjar ehf. skrifa

21.Maí'13 | 18:11
Í gær stóð H-Eyjar ehf. fyrir kynningarfundi um Hótel Heimaey á veitingastaðnum Kaffi Kró í Vestmannaeyjum. Fundurinn var mjög góður og upplýsandi, bæði fyrir okkur sem stöndum að hótelbyggingunni, og eins fyrir þá sem mættu á fundinn.
 
Skiptar skoðanir eru um byggingu hótels í Hásteinsgryfju við Hlíðarveg, en margir á fundinum voru mjög jákvæðir fyrir okkar hugmyndum um Hótel Heimaey.
 
Fjármagnað að fullu
Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að því að undirbúa byggingu hótels á þessum stað í Eyjum. Þeirri vinnu er nú lokið og er hægt að hefjast handa strax við framkvæmdir og taka hótelið í notkun eftir rúmt ár. Þegar ljóst var að Sextíu plús ehf. sigldi í strand tók H-Eyjar ehf. yfir verkefnið fyrir tilstuðlan TARK - Teiknistofan Arkitektar ehf. Sextíu plús ehf. fór ekki í þrot vegna þessa verkefnis og er ótengt H-Eyjum ehf. með öllu.
 
Gert er ráð fyrir að framkvæmdin kosti um 1,5 milljarða króna og er búið að fjármagna verkefnið að fullu. Undir forystu H-Eyjar ehf. eru öflugir fjárfestar sem koma að verkefninu. Búið er að tryggja langtímafjármögnun ef verkefnið fer af stað með Virðingu hf. Við erum bjartsýnir á að fjárfestingin muni skila góðri arðsemi og af henni geti orðið.
 
Fyrir liggja drög að rekstrarsamningi við hótelkeðjuna Hring hótel sem á og rekur hótel víða um land. Þetta eru reynslumiklir aðilar sem hafa komið að rekstri hótela um langt árabil. Í viðtali á dögunum sagði Sverrir Hermannsson, eigandi Hring hótel, að um væri að ræða frábært tækifæri fyrir ferðaþjónustu í Eyjum og að hótelið yrði einstakt í sinni röð hér á landi.
 
Sköpum góð og vel launuð störf
Um 40 heilsársstörf skapast í Vestmannaeyjum í tengslum við rekstur hótelsins og fjöldi afleiddra starfa skapist á byggingartímanum.
 
Í grein sem Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálafræðingur, skrifaði um hagræn áhrif Hótel Heimaeyjar kom fram að 700 milljónir koma inn í hagkerfið í Eyjum á ári með tilkomu hótelsins. Þar af er gert ráð fyrir að 400 milljónir renni beint til hótelsins og 300 milljónir til annarra aðila í ferðaþjónustu í Eyjum.
 
Á traustum grunni að byggja
Bættar samgöngur milli lands og Eyja hafa sýnt okkur að ferðamönnum hefur fjölgað í Vestmannaeyjum og á eftir að fjölga meira. Innviðirnir í Eyjum eru traustir og tækifærin til að gera vel í ferðaþjónustu eru fjölmörg. Það vantar hins vegar gistirými í Eyjum og teljum við okkur vera að svara þeirri eftirspurn með byggingu á Hótel Heimaey.
 
Við höfum mikla trú á Vestmannaeyjum sem ferðamannastað og teljum að bygging hótels geti hleypt nýju blóði í ferðaþjónustu í Eyjum og orðið öllum til góða.
 
Ekki um aðra staði að ræða
Undanfarið höfum við lagt kapp á að kynna hugmyndina um Hótel Heimaey sem best fyrir Eyjamönnum. Opnuð var vefsíða á slóðinni hotel.heimaey.is og gefið var út ítarlegt kynningarblað sem dreift var inn á hvert heimili í Vestmannaeyjum. Þá var haldinn góður og upplýsandi kynningarfundur í Eyjum í gær.
 
Á fundinum fengum við spurningu frá fundargesti um hvort við myndum horfa til annarra staða í Eyjum fyrir byggingu hótels ef byggingarleyfið verður ekki samþykkt af bæjarstjórn í kjölfar íbúakönnunar. Það er ljóst að ef byggingarleyfi verður ekki gefið fyrir hótelinu er verkefnið á byrjunarreit. Við munum ekki horfa til annarra staða í Eyjum, enda grunnhugmyndin að baki verkefninu að byggja hótel á þessum stað.
 
Við vonum að Eyjamenn taki þátt í íbúakönnuninni og tjái hug sinn.
 
Ásgeir Ásgeirsson, arkitekt MAA
Einar Sigurjónsson, viðskiptafræðingur
Guðbjarni Eggertsson, héraðsdómslögmaður
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.