Hagræn áhrif af 120 herbergja fjögurra stjörnu hóteli í Vestmannaeyjum

Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálaráðgjafi skrifar

18.Maí'13 | 15:59
Forsendur: 
35% herbergjanýting á ársgrundvelli, sem er nærri meðalnýtingu hótela á Suðurlandi. Sum hótel eru þó með mun betri nýtingu
80% tveir í herbergi en 20% einn (stuðullinn 1,8).
Meðalverð á ársgrundvelli í tveggja manna herbergi er 20.000 kr (á núvirði)
Meðalútgjöld hvers hótelgests í Eyjum eru 25.000 kr á gistinótt (núvirði).
60% útgjaldanna skila sér til hótelsins en 40% annars staðar í Vestmannaeyjum
 
Að gefnum þessum forsendum má lauslega áætla að útgjöld viðskiptavina hótelsins yrðu nálægt 700 milljónum á ári, þar af fari um 400 milljónir til gististaðarsins en um 300 milljónir sem útgjöld annars staðar í Vestmannaeyjum, s.s. í skipulagðar ferðir, veitingahús, eldsneyti, verslun, söfn/sýningar og aðra afþreyingu.
 
Gert er ráð fyrir starfsmenn hótelsins verði 20-40, mismargir eftir árstíðum, og að meirihluti þeirra verði með búsetu í Vestmannaeyjum. Á byggingartíma hótelsins verða auk þess mikil umsvif sem mun skapa aukna veltu í bæjarfélaginu.
 
Hótelgisting í Vestmannaeyjum
 
Verulegur skortur hefur verið á góðri hótelgistingu í Vestmannaeyjum, sem yfirstandandi tvöföldun á gistirými Hótels Vestmannaeyja ber með sér. Eftir þá stækkun verða 60-70 hótelherbergi með baði í Vestmannaeyjum. Ekkert fjögurra stjörnu hótel hefur hingað til verið í Eyjum en almennt er aukin eftirspurn slíkri gistingu.
 
Þá sýna rannsóknir RRF frá sumrinu 2012 að einungis 25% erlendra sumargesta í Vestmannaeyjum eru næturgestir og 33% innlendra gesta (gestir á mótum ÍBV ekki þar með). Mikilvægt er að hækka það hlutfall, þar sem dagleg útgjöld næturgesta er margföld á við meðalútgjöld dagsgesta. Með nýju 120 herbergja hóteli verða alls 180-190 góð hótelherbergi í Vestmannaeyjum. Þess má geta að í Austur-Skaftafellssýslu eru hótelherbergi með baði a.m.k. 300 en íbúar sýslunnar eru ríflega 2.000.
 
Fjöldi fermanna á Íslandi og Eyjum árið 2012
 
Ferðamenn til Íslands með flugi eða ferju voru um 670 þúsund árið 2012 og hafði þá fjölgað um ríflega helming frá árinu 2003. Það ánægjulegasta við þróunina síðustu 1-2 árin hefur verið mikil fjölgun gesta utan sumartíma sem bætir nýtingu mannvirkja og annarra fjárfestinga í ferðaþjónustu. Í fyrra komu þannig um 53% gestanna til Íslands utan sumarmánuðanna júní-ágúst.
 
Aukningin hefur skilað sér best á höfuðborgarsvæðinu en þó hefur ferðamannatíminn einnig lengst umtalsvert víða á Suðurland og með Suðurströndinni, allt austur fyrir Jökulsárlón, á Vesturlandi, á Akureyri og víðar.
 
Samkvæmt rannsóknum má áætla að nálægt 40 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið til Vestmannaeyja árið 2012 (6% þeirra sem komu til Íslands) og nýjustu upplýsingar benda til þess að innlendir ferðamenn hafi verið yfir 50 þúsund og sumir þeirra koma tvisvar á ári eða oftar.[1] Alls yfir 100 þúsund heimsóknir gesta til Eyja árið 2012.
 
Björt framtíð Vestmannaeyja í ferðaþjónustu
 
Að dómi undirritaðs hafa Vestmannaeyjar alla burði til að verða einn eftirsóttasti ferðamannastaður á Íslandi. Með tilkomu Landeyjarhafnar hefur ferðamannafjöldinn þangað tvö- til þrefaldast. Núverandi erlendir ferðamenn sækja einkum til Eyja til að kynnast stórmerkri eldgosa- og jarðsögu eyjanna og skoða fuglalífið (einkum lundann). Íslendingar koma til að hitta vini og ættingja, á hátíðir s.s. Þjóðhátíð, Pæjumót, Shellmót og Goslokahátið, til að spila golf og skemmta sér í fallegri náttúru.
 
Með auknu framboði á hótelgistingu er mikilvægt að efla markaðssetningu á Vestmanneyjum í samstarfi allra hagsmunaaðila, þar á meðal bæjarfélagsins. Auglýsa þarf Eyjar upp sem stað sem krefst 2-3 nátta dvalar, enda er margt að skoða og við að vera, hvort heldur það tengist náttúru, sögu eða menningu Eyjanna.
 
Rögnvaldur Guðmundsson
ferðamálaráðgjafi
 
Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF)
 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.