Vestmannaeyingum er fúlasta alvara

17.Maí'13 | 08:02
Þó að fáir hafi upplýst um spádóma í þeim anda áður en Íslandsmótið í knattspyrnu hófst má þykja fullljóst nú að ÍBV er með lið til að berjast í efsta hluta úrvalsdeildarinnar, jafnvel á toppnum. Leikmenn sjálfir töluðu í þeim anda og er bersýnilega fúlasta alvara. Ekkert undirstrikar þá alvöru betur en að mæta á heimavöll Íslandsmeistaranna og hafa þar í fullu tré við FH-inga.
ÍBV hefur ekki átt betri byrjun í efstu deild svo lengi sem elstu menn muna. Í alvöru. Síðast þegar liðið var með sjö stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar var Selma Björnsdóttir að heilla Evrópu með laginu All out of luck og menn að velta fyrir sér hve alvarlegur 2000-vandinn yrði. Þessi er raunin þrátt fyrir að skipt hafi verið um þjálfarateymi og fimm nýir menn komið inn í byrjunarliðið.
 
„Við vorum spurningarmerki fyrir marga fyrir mótið en það er mjög gott fyrir sjálfstraustið hjá okkur að koma hingað og sýna að við getum keppt við svona lið. Þetta hefur verið virkilega öflugt hjá okkur í fyrstu þremur leikjunum, við höfum verið agaðir og spilað ágætlega,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Eyjamanna.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.