Íbúakönnun 2013, það sem þú þarft að vita

17.Maí'13 | 08:12
Nú þegar líður að íbúakönnuninni vill Vestmannaeyjabær ítreka nokkra þætti varðandi framkvæmd kosningarinnar.
 
 
Þáttaka
Einstaklingar með lögheimili í Vestmannaeyjum, fæddir árið 1995 og fyrr hafa atkvæðarétt í könnuninni.
 
Rafræn kosning
Hægt er að kjósa rafrænt frá kl. 00.01 þriðjudaginn 22.maí og til 00.00 miðvikudagsins 23.maí, þ.e í tvo sólarhringa. Til þess að kjósa rafrænt þá er farið inn á vefsíðuna www.island.is/islykill og þar er sótt um svokallaðan Íslykil, en lykillinn er nokkurs konar auðkenni á netinu.
 
Þar sem tímafrestur til að fá Íslykilinn afhentan í bréfpósti er liðinn, þá þarf að velja að viðkomandi vilji fá Íslykilinn í gegnum net -eða heimabanka. Eftir að það hefur verið valið líða nokkrar mínútur þar til Íslykillinn berst í netbanka viðkomandi. Því næst þarf að skrá sig inn á http://ibuagatt.vestmannaeyjar.is. Þar inni mun birtast flipi sem á stendur "Kosningar" og þar verður hægt að greiða atkvæði.
 
 
 
 
Kosning í Safnahúsi
Þeir sem einhverra hluta vegna geta ekki nýtt sér rafræna kosningu, eða kjósa að gera það ekki, geta greitt atkvæði í anddyri Safnahússins þriðjudaginn 21.maí og miðvikudaginn 22.maí. Opið verður frá 08-16 báða dagana. Opið verður í hádeginu.
 
 
Aðgangur að gögnum
Vestmannaeyjabær leggur áherslu á að málið sé kynnt eins og frekast er kostur svo bæjarbúar geti tekið upplýsta ákvörðun í málinu. Borið verður í öll hús Fréttabréf um málið, en jafnframt munu þau gögn sem vísað er til í Fréttabréfinu liggja frammi til skoðunar, í anddyri safnahússins kosningadagana frá 08-16. 
 
 
Spurningin
Á atkvæðaseðlinum verður spurningin „Vilt þú að Vestmannaeyjabær veiti byggingaleyfi fyrir hótel það sem kynnt hefur verið á lóðinni í Hásteinsgryfjunni?“ og svarmöguleikarnir eru "Já" eða "Nei".
 
 
Það er von Vestmannaeyjabæjar að sem flestir kynni sér málið, taki afstöðu og nýti sér þar með þetta einstaka tækifæri til að segja sína skoðun á nærsamfélagi okkar.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is