Besta byrjun ÍBV síðan 1982 í efstu deild

13.Maí'13 | 08:37

Hemmi Hreiðars Hermann Hreiðarsson

Áður en Hermann Hreiðarsson settist í þjálfarastólinn í Vestmannaeyjum fyrir þetta tímabil hafði engum þjálfara Eyjaliðsins tekist að landa sex stigum í fyrstu tveimur leikjum sínum með liðið í efstu deild. Nokkrir höfðu náð í fjögur stig en Hermann varð í gær sá fyrsti til að ná í sex stig af sex mögulegum þegar ÍBV vann 4-1 sigur á Breiðabliki á Hásteinsvellinum.
„Úrslitin eru kannski ekki alveg spegilmynd leiksins því við fáum tvö mörk í restina en það er ekkert verra að vinna 4-1. Ég var ánægðastur með agaðan varnarleik en auðvitað er maður alltaf fúll að fá á sig mark,“ sagði Hermann í viðtali við Arnar Björnsson á Stöð 2 Sport eftir leikinn í gær.
 
Það er liðið 31 ár síðan að þjálfari stýrði ÍBV-liðinu til sigurs í fyrstu tveimur leikjunum en það voru bara gefin tvö stig fyrir sigur þegar ÍBV vann tvo fyrstu leikina sína sumarið 1982 undir stjórn Englendingsins Steve Fleet. Fleet var þó ekki algjör nýliði í íslenska boltanum því hann hafði þjálfað Skagamenn sumarið áður. Hermann er hins vegar að fá sína fyrstu reynslu af þjálfun og það er ekki hægt annað en „Herminator“ taki sig vel út á hliðarlínunni.
 
„Við vissum að þeir eru með dúndur sóknarlið og að við yrðum að verjast vel til að fá eitthvað út úr leiknum í dag,“ sagði Hermann í viðtalinu á Stöð 2 Sport. ÍBV vann 1-0 sigur á ÍA í fyrstu umferðinni en Hermann segir fyrstu tvo leikina undir sinni stjórn hafa verið ólíka.
 
„Þetta voru mjög ólíkir leikir. Við vorum miklu meira með boltann á móti Skaganum. Þetta var öðruvísi próf fyrir liðið en eins og þá var þetta mjög öflugur varnarleikur,“ sagði Hermann.
 
Það er erfitt að halda öðru fram en að sá kraftur, sigurvilji og barátta sem skilaði Hermanni Hreiðarssyni öðru fremur fimmtán ára atvinnumannaferli í Englandi kristallist ekki í leik Eyjaliðsins undir hans stjórn. Leikmenn hafa gefið allt í fyrstu tvo leikina og uppskorið eftir því.
 
ÍBV mætir Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í næsta leik en bæði lið eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. „Það er gaman að þessu þegar vel gengur en það eru 20 leikir eftir. Það er alvöru próf að fara í Kaplakrikann og gott að geta farið þangað með tvo góða heimasigra á bakinu. Við förum þangað fullir sjálfstrausts og ætlum að halda áfram,“ sagði Hermann.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.