Leikurinn sýndur beint á Stöð2sport

ÍBV mætir Breiðablik á Hásteinsvelli í dag klukkan 17:00

Upphitun á 900 grillhús hefst tveim tímum fyrir leik

12.Maí'13 | 08:49
í dag mætir ÍBV liði Breiðabliks í annarri umferð Pepsi deildarinnar. Sigur í fyrsta leik var mikilvægur fyrir sjálfstraustið og vonandi að strákarnir nái að fylgja þessu eftir gegn sterku liði Breiðabliks sem vann stórsigur á nýliðum Þór Ak. 4 – 1 á heimavelli. ÍBV var eina liðið sem hélt hreinu í umferðinni enda var varnarleikurinn flekklaus ásamt heimsklassa markmanni á milli stanganna og vonandi að þetta sé eitthvað sem koma skal í sumar. Leikurinn verður jafnframt sýndur beint á Stöð2Sport.
 
Líklegt byrjunarlið:
Það er ekki líklegt að þjálfarateymið geri breytingar á liðinu frá síðasta leik en gaman verður að sjá hvort Hemmi skipti sér inná í þessum leik og hvort hann nái af sér hringnum í þetta skiptið.
ÍBV - Breiðablik

Hvað segja stuðningsmennirnir:
 
Hjördís Jóhannesdóttir
 
Ég er mjög spennt fyrir leiknum á morgun (sunnudag). Breiðablik virðist vera með hörku lið og mér fannst lofa góðu fyrir sumarið hvernig ÍBV spilaði á móti ÍA. Þetta ætti því að verða hörku leikur. Ég ætla að tippa á að þessi leikur endi með 1-1 jafntefli en vona heitt og innilega að við náum í 3 stig í leiknum.
 
 
 
Skapti Örn Ólafsson
Það var ekki leiðinlegt að bruna í Landeyjahöfn til að sjá fyrsta heimaleik sumarsins á Hásteinsvelli um sl. helgi. Upplifa það að sjá Hemma Hreiðars spila aftur á Hásteinsvelli og sjá Liverpoolgoðsögnina David James í markinu. Sjá fyrsta sigur okkar manna á þessu tímabili ásamt rúmlega 1000 stuðningsmönnum var alls ekki leiðinlegt! Það var margt mjög gott í leik okkar manna, þó svo að herslumuninn vanti upp á eitt og annað. Ég hef hins vegar sterka tilfinningu fyrir því að ævintýri sé í uppsiglingu í sumar hjá okkar mönnum í ÍBV!
 
Það er klárt mál að leikurinn á morgun gegn Blikum verður erfiðari en fyrsti leikurinn gegn Skagamönnum. Blikar unnu Þórsara sannfærandi 4-1 í fyrstu umferð og hafa verið á mikilli siglingu á undirbúningstímabilinu. Hins vegar hef ég alltaf trú á okkar mönnum og held að við tökum 3 stig í leiknum. Vörnin var mjög sannfærandi hjá okkur í síðasta leik og hef ég fulla trú á því að Eiður Aron og Brynjar Gauti eigi eftir að mynda sterkasta miðvarðarpar deildarinnar í sumar með reynsluboltann David James fyrir aftan sig markinu! Þá var Víðir Þorvarðar mjög sprækur í síðasta leik ásamt lykilmönnum eins og Arnóri Eyvari og Gunnari Má.
 
Við komum öllum á óvart á morgun og leggjum Blikana að velli með 3-1 sigri. Víðir Þorvarðar skorar fyrsta markið og Ian Jeffs fylgir á eftir með smekklegu marki úr aukaspyrnu. Það verður síðan Gunnar Þorsteinsson sem skorar mark umferðarinnar þegar hann smellhittir boltann fyrir utan teig og allt ætlar um koll að keyra á Hásteinsvelli!
 
Ég hvet Eyjamenn til að mæta á Hásteinsvöll á morgun og hvetja okkar menn áfram til dáða.
 
Áfram ÍBV!
 
900 grillhús bjóða stuðningsmönnum 2 fyrir 1 af öli og 20% afslátt af hamborgurum, samlokum & pizzum gegn framvísun brons, silfur eða gullkortum stuðningsmannaklúbbsins þegar ÍBV á heimaleiki og því tilvalið að hittast þar fyrir leiki í sumar.
 
Stuðningsmenn ÍBV sem nota Twitter eða Instagram eru hvattir til að merkja færslur sínar tengdar ÍBV með tagginu #eyjamenn en við það birtast þær hér til hægri á síðunni.
 
Allir á völlinn og áfram ÍBV!
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.