Fjórði hver Eyjamaður var á vellinum

11.Maí'13 | 08:59

fótbolti

Hafi gjaldkeri ÍBV verið á nálum um hvort það borgaði sig fyrir Eyjamenn að fá David James til sín sem markvörð og aðstoðarþjálfara, þá hlýtur honum að líða betur eftir fyrsta leik þeirra á Íslandsmótinu.
Á síðasta tímabili voru að meðaltali 659 manns á hverjum heimaleik ÍBV í Pepsi-deildinni og mesta aðsóknin var þegar Breiðablik kom til Eyja snemma á tímabilinu en þá mættu 768 manns á Hásteinsvöllinn.
 
Síðasta sunnudag, þegar ÍBV tók á móti ÍA í opnunarleik Íslandsmótsins 2013, voru 1.055 áhorfendur á Hásteinsvelli, sem er besta aðsókn á leik þar í þrjú ár. Í því samhengi er rétt að benda á að íbúar í Vestmannaeyjum eru um 4.200 talsins og um fjórðungur þeirra var því samankominn á vellinum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.