Vestmannaeyjabær mun áfram verja rétt sinn varðandi samruna Sílarvinnslunnar og Bergs Hugins

10.Maí'13 | 08:01

Bergur Huginn ehf, Bergey VE

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði m.a. á síðasta fundi sínum um úrskurð Samkeppniseflitsins dagsett 22.04.2013 sem snérist að samruna Síldarvinnslunnar og Bergs Hugins ehf.
Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2013, var ekki ljós leitt að Samherji og Gjögur fari með yfirráð yfir Síldarvinnslunni í skilningi samkeppnislaga. Í ákvörðuninni segir að í málinu hafi aðeins verið tekin afstaða til samkeppnislegra áhrifa þess samruna sem felst í kaupum Síldarvinnslunnar á Bergi-Hugin. Telur Samkeppniseftirlitið að sá samruni raski ekki samkeppni. Skiptir í því sambandi m.a. máli að samruninn hefur ekki áhrif á sterka stöðu Síldarvinnslunnar á markaði fyrir uppsjávarfisk og fyrirtækin eru ekki keppinautar í fiskvinnslu. Lýkur þar með rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samruna Síldarvinnslunnar og Berg-Hugins.
 
Hins vegar segir í sömu ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að niðurstaða um yfirráð yfir Síldarvinnslunni leiðir til þess að Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur eru keppinautar í skilningi samkeppnislaga. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós umtalsverða samvinnu milli þessara fyrirtækja í útgerð, fiskvinnslu og sölu afurða. Þá eiga Samherji og Gjögur fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar. Í ljósi þessa er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að óhjákvæmlegt sé að hefja nýtt stjórnsýslumál þar sem tekið verður til athugunar hvort Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samvinnu keppinauta.
 
Bæjarráð áréttar að Vestmannaeyjabær hafi ekki verið málsaðili að úttekt Samkeppniseftirlitsins. Vestmannaeyjabær hefur hins vegar þegar stefnt Síldarvinnslunni og Berg Huginn ehf. fyrir dómstóla til að virða forkaupsrétt sveitarfélagsins. Sá málarekstur stendur nú yfir og mun Vestmannaeyjabær verja þann rétt sem honum er áskilinn í gildandi lögum um stjórn fiskveiða.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.