Bæjarbúar fá aðkomu að ákvörðun um hvort hótel rísi við Hástein

8.Maí'13 | 08:08

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Bæjarstjórn tekur undir á fundi sínum í gær þá afstöðu Umhverfis- og skipulagsráðs að inngrip í svæðið séu með þeim hætti að eðlilegt sé að bæjarbúar sjálfir hafi aðkomu að ákvörðun um það hvernig það líti út í framtíðinni. Því samþykkir bæjarstjórn að haldin verði rafræn skoðanakönnun um þetta mál.
 
Því samþykkir bæjarstjórn að haldin verði rafræn skoðanakönnun um þetta mál. Þeim bæjarbúum sem ekki vilja eða geta nýtt tölvur til að greiða atkvæði skal eftir sem áður gert kleift að kjósa á hefðbundinn hátt.
 
Bæjarstjórn telur eðlilegt að þegar bæjarbúar leggja mat á það hvort að úthluta skuli lóð fyrir hótel á tilgreindu svæði liggi fyrir endanlegt útlit hússins og hvernig það fellur inn í umhverfið. Þá er einnig rétt að fyrir liggi aðrar upplýsingar svo sem um það hvernig staðið var að skipulagi, sjónrænáhrif af byggingunni, hversu mörg ársstörf verði til eftir að rekstur hótels er kominn í fullan rekstur, þýðinguna fyrir ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og ýmislegt annað sem máli skiptir.
 
Bæjarstjórn samþykkir að hin rafræna skoðunarkönnun fari fram dagana 20. maí til 22. maí og niðurstaða verði kynnt 24. maí. Tíminn þar til verði notaður til að kynna málið fyrir bæjarbúum og hvetja til þátttöku.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is