Erlend lánalína Sparisjóðs Vestmannaeyja leiðrétt um 330 milljónir

3.Maí'13 | 09:12

Sparisjóðurinn

Sparisjóður Vestmannaeyja, sem er að 55,2% hluta í eigu ríkisins, hefur náð samkomulagi við Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) um endurútreikning og lækkun erlendra skulda sjóðsins sem nemur um 330 milljónum króna.
Ólafur Elísson sparisjóðsstjóri segir í samtali við Morgunblaðið að um sé að ræða 47% „leiðréttingu“ á þeirri erlendu lánalínu sem Seðlabankinn veitti sparisjóðnum samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu í árslok 2010.
 
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Seðlabankinn hefur einnig gert sambærilegt samkomulag við Sparisjóð Höfðhverfinga og Sparisjóð Suður-Þingeyinga. Samningarnir voru gerðir með fyrirvara um að Fjármálaeftirlitið (FME) og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) geri ekki athugasemdir við samkomulagið.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.