Sjálfvirknin tekin við á Stórhöfða

1.Maí'13 | 08:18
„Ég ólst upp við þetta, að þurfa að vera með hugann við veðurathuganir, alltaf á þriggja tíma fresti. Það hlýtur að vera undarleg tilfinning þegar það er fyrir bí,“ segir Óskar Jakob Sigurðsson, sem lengi sinnti veðurathugunum á Stórhöfða. Sonur Óskars, Pálmi Freyr, tók við af honum árið 2008 en fyrir skömmu var ákveðið að leggja niður mannaða veðurskeytastöð á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Þeir feðgar sinntu veðurathugunum í síðasta skipti á Stórhöfða í gær en frá og með deginum í dag tekur sjálfvirkur tæknibúnaður alfarið við.
Óskar, sem nú starfar við mengunarmælingar í Vestmannaeyjum, hefur verið viðloðandi veðurathuganir á Stórhöfða síðan hann hóf að aðstoða föður sinn árið 1952. Fyrir tíma föður Óskars sá afi hans um veðurathuganirnar, því hafa fjórir ættliðir séð um veðurathuganir á Stórhöfða frá 1921. Sjálfur tók Óskar formlega við þeim árið 1965 og sinnti því starfi til 2008.
 
Frá 1952 hafa verið send átta veðurskeyti á dag, á þriggja klukkustunda fresti allan sólarhringinn, frá Stórhöfða. Óskar segist ekki hafa tölu á fjölda þeirra skeyta sem hann hefur sent í gegnum tíðina.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.