Verða Vestmannaeyingar án þingmanns næsta kjörtímabil?

27.Apríl'13 | 06:47

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Capacent birti í gær síðustu skoðannakönnun sína fyrir kosningar og voru niðurstöðurnar greindar niður eftir kjördæmum og greinilegt er á öllu að miklar breytingar verða í suðurkjördæmi.
Í framboði eru A-listi Bjartrar framtíðar, B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, G-listi Hægri grænna, I-listi Flokks heimilanna, J-listi Regnbogans, L-listi Lýðræðisvaktarinnar, S-listi Samfylkingarinnar, T-listi Dögunar, V-listi Vinstrihreyfingarinnar Grænsframboðs og Þ-listi Pírata.
 
Samkvæmt könnun Capacent þá raðast fylgið sem hér segir:
Framsóknarflokkur 34.9%
Sjálfstæðisflokkur 29%
Samfylking 10%
Píratar 8.1%
Vinstri Grænir 4.9%
Björt Framtíð 4.4%
Hægri Grænir 4.2%
Dögun 1.5%
Lýðræðisvaktin 1%
Aðrir flokkar samtals 2%


Miðað við ofangreindar niðurstöður verða eftirfarandi einstaklingar þingmenn:
Sigurður Ingi Jóhannsson (Framsóknarflokkur)
Silja Dögg Gunnarsdóttir (Framsóknarflokkur)
Páll Jóhann Pálsson (Framsóknarflokkur)
Haraldur Einarsson (Framsóknarflokkur)
Ragnheiður Elín Árnadóttir (Sjálfstæðisflokkur)
Unnur Brá Konráðsdóttir (Sjálfstæðisflokkur)
Ásmundur Friðriksson (Sjálfstæðisflokkur)
Vilhjálmur Árnason (Sjálfstæðisflokkur)
Oddný G. Harðardóttir (Samfylking)
Smári Páll McCarthy (Píratar) Kemur inn sem jöfnunarþingmaður.

Enginn þingmaður með lögheimili í Vestmannaeyjum næsta kjörtímabil
Staða Vestmannaeyja á Alþingi mun ef þetta verður niðurstaðan breytast töluvert því allt stefnir í það að eyjamenn hafi engan þingmann á Alþingi. Á síðasta kjörtímabili voru það Árni Johnsen og Eygló Harðardóttir sem höfðu lögheimili í Vestmannaeyjum sem kosin voru á Alþingi.
Miðað við ofangreindar tölur eru miklar líkur á því að eyjamenn verða þingmannslausir næstu fjögur árin.
-Sigursveinn Þórðarson situr í leiðtogasæti Hægri Grænna og mælast þeir með 4.2% og þurfa þeir að tvöfalda fylgið sitt til að eiga möguleika á að koma manni inn í kjördæminu sem kjördæmakjörnum þingmanni.
-Næstur eyjamanna sem möguleika á er Geir Jón Þórisson fimmti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig töluverðu í fylgi síðustu daganna og er möguleiki að Geir Jón komist á þing. Þá þarf Sjálfstæðisflokkurinn að bæta við sig fylgi á kostnað Framsóknarflokksins.
-Önnur framboð hafa ekki Vestmannaeyingar á listanum eða það framarlega að þeir eigi möguleika að komast á þing miðað við könnun Capacent.
 
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.