Gæti þurft að loka Landeyjahöfn

segir Elliði Vignisson bæjarstjóri

24.Apríl'13 | 08:45
Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir mögulegt að loka þurfi Landeyjahöfn þar til ný Vestmannaeyjaferja verður tilbúin. Hönnun hennar verður boðin út í byrjun næsta mánaðar.
Nýsmíði kynnt
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum í dag áætlun um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Verkið verður boðið út í tvennu lagi. Ögmundur kallar það varfærnisaðgerðir og segir að með þessu móti megi reyna hönnun skipsins í hermilíkönum áður en smíðin hefst.
 
Nýtt skip síðla árs 2015
Í byrjun næsta mánaðar verður hönnun skipsins boðin út og á henni að vera lokið í árslok. Þá verður smíði þess boðin út en áætlað er að nýtt skip verði tilbúið eftir rúmlega tvö ár. Talið er að ný ferja muni kosti fjóra til fimm milljarða króna. Ögmundur segir verkefnið ótengt kosningum þar sem Alþingi hafi samþykkt smíði nýrrar ferju.
 
Endurbætur á höfninni
Innanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að rannsóknum á Landeyjahöfn og ráðist í endurbætur þar. Siglingastofnun hefur til skoðunar að setja upp dælubúnað í höfninni.
 
Skoða annað skip en Herjólf
Í ljósi umræðu um öryggi siglinga í Landeyjahöfn að undanförnu vill Vestmannaeyjabær skoða alvarlega að fá annað skip en Herjólf til að sigla um höfnina. Elliði Vignisson bæjarstjóri segist hafa áhyggjur af því að skipstjórar Herjólfs og hafnarstjóri Landeyjahafnar hafi lýst því yfir að höfnin sé hættuleg til siglinga fyrir Herjólf. „Ef svo er þá verðum við að krefjast tafarlausra úrbóta á því. Hvorki ég eða aðrir vilja að farþegum sé stofnað í hættu. Ef ekki er hægt að finna skip til þess að sigla með fullu öryggi í Landeyjahöfn þá kann staðan að verða sú að það þurfi að loka Landeyjahöfn þar til nýtt skip verður komið,“ segir Elliði.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.