Hvað tekur við ?

Ragnar Óskarsson skrifar

23.Apríl'13 | 09:22

Raggi Óskars, Ragnar óskarsson

Þegar núverandi ríkisstjórn settist að völdum fyrir góðum 4 árum tók hún við samfélagi í rúst. Öll fjármálasterfsemi í landinu var lömuð, viðskiptabankarnir gjaldþrota og seðlabanki landsins óstarfhæfur þar sem hann hafði verið tæmdur. Skuldavandi heimilanna var þvílíkur að þar blasti við hrun eitt með hræðilegum afleiðingum fyrir íslenskan almenning. Annað var eftir þessu. Þetta var sem sé raunveruleikinn eftir samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til fjölmargra ára. Þessa sögu, þessar staðreyndir, þekkjum við öll.
Það var ekki öfundsvert að taka við búinu. Vinstrihreyfingin- grænt framboð og Samfylkingin sýndu hins vegar mikinn kjark og þor að takast á við það heljarstóra verkefni að reisa þjófélagið upp úr þeim gífurlegu þrengingum sem hér hafa verið nefndar. Flokkarnir vissu að það sem gera þyrfti yrði ekki vinsælt og óhjákvæmilegt væri jafnvel að fylgistap fylgdi í kjölfarið.
 
Allt kjörtímabilið sem nú er að líða hefur ríkisstjórnin unnið kappsamlega að því að reisa samfélagið úr rústunum. Nú er reyndar svo komið að efnahagsmál landsins hafa tekið algerum stakkaskiptum og allir erlendir sérfræðingar sem fylgst hafa með endurreisninni hafa borðið lofsorð á árangur stjórnvalda.
 
Fulltrúar þeirra flokka sem komu landinu á hausinn, þ.e. Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, halda hins vegar áfram að gaspra um að allt sé ómögulegt þótt þeir auðvitað viti betur.
En hvað svo? Hvað tekur við eftir kosningar?
 
Á næsta kjörtímabili er afar mikilvægt að í stjórn landsins verði í höndum félagshyggjuafla sem haldi uppbyggingunni áfram í nafni jafnaðar og réttlætis. Á sama hátt og yfirstandandi kjörtímabil hefur einkennst af varnarleik þarf það næsta að einkennast af lífskjarasókn sem byggir á traustum grunni og sem nær til allra landsmanna en ekki aðeins til útvalinna eins og raunin var í stjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Þess vegna er rökrétt, ábyrgt og skynsamlegt að fela Vinstrihreyfingunni- grænu framboði áframhaldandi umboð til góðra verka. Köstum ekki frá okkur þeim árangri sem náðst hefur. Tryggjum áframhaldandi framfarir. Kjósum X V laugardaginn 27. apríl 2013.
 
Ragnar Óskarsson
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.