Framkvæmdir ganga vel á Guðmundi VE í Póllandi

23.Apríl'13 | 08:06
Fyrir um þremur vikum var siglt með Guðmund VE til Gdansk í Póllandi til breytingar en fyrirhugaðar eru miklar breytingar á skipinu þar ytra. Hægt er að fylgjast með framkvæmdum af bloggsíðu skipsins og birtum við hér að neðan síðasta pistil frá Póllandi.
Sæl
 
Nú gerast hutirnir hratt þó hægt hafi farið að stað. Guðmundur hinn Góði er kominn í dokkina og fleiri og fleiri verk fara í gang. Daginn eftir að Guðmundur var settur í dokkina á miðvikudaginn varð allt brjálað og við fluttum okkur með bækistöðvarnar okkar upp á skrifstofu sem við höfðum áður haft bara um borð. Það var þannig að ég var að skrifa Eyþóri póst. Þá komu Henryk og Wojciech, sem eru yfirmenn hjá Alkor slippnum sem eru með Guðmund í þessu ferli, inn til mín og báðir með nokkrar spruningar. Þá poppaði upp póstur frá Eyþóri og þá hugsaði ég með mér : Vá. Seinna for svo brunabjallan tvisvar í gang sem kostaði hlaup niður í skip frá þeim verkefnum sem maður vara að vinna í, í tölvunni. Það var þó enginn eldur, heldur voru þeir að taka göt út úr vélarúminu með tilheyrandi reyk. Brunavaktin er í góðu lagi hérna hjá Alkor. Svo róaðist þetta nú aðeins á föstudaginn en samt allt á fullu. Svona dagar munu koma í þessu verkefni þar sem allt verður á brjálað að gera en alltaf er þó mikið í gangi, þannig að það er eins gott að vera með fulle fem.
 
Benni er núna í fríi heima á Íslandi en á mánudagskvöldið komu menn frá Frost hf. á Íslandi, sem hafa yfirumsjón og hanna nýja RSW-kerfið (sjókælikerfið), og er annað af tvemur risverkefnunum sem er verið að framkvæma hér í Póllandi. Annar þeirra fór fljótlega heim aftur en einn varð eftir og mun verða okkur Benna, hægri höndin í kæli- og frystikerfa vinnunni hérna. Þessi tvö risaverkefni eru RSW- kerfið og hitt er lagfæringar í lestunum en það eru líka hellingur af öðum verkefnum og mörg þeirra eru þó nokkuð stór líka. þannig að það er í mörg horn að líta hér í Póllandi.
 
Hægt er að skoða myndir og meira efni með því að smella hér

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.