Erlingur Richardsson með tilboð frá Austurríki í höndunum

23.Apríl'13 | 13:41
Erlingur Richardsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks og yfirþjálfari handboltaakademíu ÍBV, er með tilboð í höndunum frá austurríska úrvalsdeildarliðinu SG Insignis Westwien. Þetta staðfesti Erlingur í samtali við Sport.is fyrr í dag.
Í samtali við fréttamann Sport.is sagðist Erlingur vera með tilboð frá áðurnefndu liði og þætti það afskaplega spennandi. Hann sagðist vera að íhuga málið en hvort hann tæki tilboðinu eða ekki, kæmi í ljós á næstu dögum. Viðræður hafa átt sér stað í einhvern tíma og er því málið komið langt á veg. Þetta yrði stórt skref á þjálfaraferli hans en hann gerði HK, ásamt Kristni Guðmundssyni, að Íslandsmeisturum í fyrra.
 
Hann fluttist síðan búferlum til Vestmannaeyja þar sem hann tók við handboltaakademíu og aðstoðarþjálfun karlaliðs ÍBV. Þá hefur Erlingur einnig verið Aroni Kristjánssyni til halds og trausts með íslenska landsliðið.
 
www.sport.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.