Samkeppniseftirlitið aðhefst ekki vegna kaupa á Bergi-Hugin

22.Apríl'13 | 17:26

Bergur Huginn ehf, Bergey VE

Samkeppniseftirlitið ætlar ekki að aðhafast vegna kaupa Síldarvinnslunnar hf. á öllu hlutafé í útgerðafélaginu Bergur-Huginn ehf. Bergur-Huginn rekur útgerð í Vestmannaeyjum og Síldarvinnslan er ein öflugasta útgerð landsins og rekur einnig vinnslu í landi. Síldarvinnslan er í eigu Samherja og Gjögurs.
 
Telur Samkeppniseftirlitið að umræddur samruni raski ekki samkeppni. Samruninn hafi ekki áhrif á sterka stöðu Síldarvinnslunnar á markaði fyrir uppsjávarfisk og Síldarvinnslan og Bergur-Huginn ehf. séu ekki keppinautar í fiskvinnslu.
 
Samkeppniseftirlitið segir aftur á móti að rannsókn hafi leitt í ljósað Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur séu keppinautar í skilningi samkeppnislaga. Þessi fyrirtæki hafi umtalsverða samvinnu milli sín í útgerð, fiskvinnslu og sölu afurða. Þá eigi Samherji og Gjögur fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar. Í ljósi þessa sé það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að óhjákvæmlegt sé að hefja nýtt stjórnsýslumál þar sem tekið verður til athugunar hvort Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samvinnu keppinauta.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).