Samkeppniseftirlitið aðhefst ekki vegna kaupa á Bergi-Hugin

22.Apríl'13 | 17:26

Bergur Huginn ehf, Bergey VE

Samkeppniseftirlitið ætlar ekki að aðhafast vegna kaupa Síldarvinnslunnar hf. á öllu hlutafé í útgerðafélaginu Bergur-Huginn ehf. Bergur-Huginn rekur útgerð í Vestmannaeyjum og Síldarvinnslan er ein öflugasta útgerð landsins og rekur einnig vinnslu í landi. Síldarvinnslan er í eigu Samherja og Gjögurs.
 
Telur Samkeppniseftirlitið að umræddur samruni raski ekki samkeppni. Samruninn hafi ekki áhrif á sterka stöðu Síldarvinnslunnar á markaði fyrir uppsjávarfisk og Síldarvinnslan og Bergur-Huginn ehf. séu ekki keppinautar í fiskvinnslu.
 
Samkeppniseftirlitið segir aftur á móti að rannsókn hafi leitt í ljósað Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur séu keppinautar í skilningi samkeppnislaga. Þessi fyrirtæki hafi umtalsverða samvinnu milli sín í útgerð, fiskvinnslu og sölu afurða. Þá eigi Samherji og Gjögur fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar. Í ljósi þessa sé það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að óhjákvæmlegt sé að hefja nýtt stjórnsýslumál þar sem tekið verður til athugunar hvort Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samvinnu keppinauta.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.