Lærði að meta lífið - neitar að gefast upp

segir Snorri Guðmundsson stýrimaður á Vestmannaeyja VE444

20.Apríl'13 | 13:54
Snorri Þór Guðmundsson 41 árs stýrimaður á Vestmannaey VE 444 reynir nú allt hvað hann getur til að láta draum sinn rætast sem er að taka þátt í siglingaskútukeppni í kringum heiminn sem ber heitið Clipper Round The World Yacht Race.
"Þetta er keppni þar sem venjulegt fólk stígur út úr sínu venjulega umhverfi og tekur þátt í einni erfiðustu siglingakeppni sem stendur yfir í ellefu mánuði. Það er siglt í kringum hnöttinn og fólk allsstaðar úr heiminum sækir um að fá sæti um borð í skútunum sem eru allar eins. Keppnin er hugarfóstur siglingakappans Sir Robin Knox sem fyrstur manna sigldi einn án þess að stoppa hringinn í kringum jörðina," útskýrir Snorri.
 
Bjargaði félaga sínum frá drukknun

Snorri hefur varið mörgum árum á sjó en árið 1991 bjargaði hann félaga sínum Jóhanni Jónssyni frá drukknun. Þá var Snorri annar stýrimaður á Sjávarborginni GK þegar Jóhann féll útbyrðis en þá var skipið á veiðum á Dohrnbanka. Þetta mikla björgunarafrek vakti verðskuldaða athygli um land allt á þeim tíma.

"Ég var ungur og nýútskrifaður úr Stýrimannaskólanum í Eyjum en ég kem frá Þingeyri við Dýrafjörð. Ég framkvæmdi þarna það sem ég hafði lært en áttaði mig ekki fyrr en eftir á hvað ég hafði gert. Ég lærði að meta lífið meir og eftir að hafa fylgst með félaga mínum lifa af í hálftíma í sjó sem var -0,1 gráða sá ég að maður á aldrei að gefast upp. Ég átti líka heima á Flateyri þegar flóðin féllu og þá var það sama upp á teningnum að gefast ekki upp," segir Snorri spurður út í björgunina og hvernig hún hefur breytt viðhorfum hans til lífsins.

"Maðurinn sem ég bjargaði launaði mér svo lífsgjöfina með því að skíra son sinn eftir mér. Hann heitir Jón Snorri Jóhannsson."
 
Ákvað að láta slag standa og elta drauminn

"Að eiga möguleika að taka þátt í einum legg þessara miklu keppni er ævintýri og draumur. Ég sá auglýsingu um þessa keppni eina nótt fyrir nokkrum dögum. Þar stóð að í boði væri sæti í einum erfiðasta leggnum frá S-Afríku til Ástralíu þá lét ég slag standa og setti inn umsókn," segir Snorri.

Hér er linkur á legginn (leiðin sem Snorri er að sækja um að fá að sigla).
 
Í dag er Snorri í öðru sæti í kosningunum að komast í siglinguna. Því er mikilvægt að gefa honum eina til tvær mínútur að kjósa. Ef að þú átt fleira en eitt netfang þá er best að nota þau öll

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.