Aðalfundur ÍBV fyrir árið 2012

Hagnaður af Þjóðhátíð 2012 sá þriðji stærsti í sögunni

Kjöri stjórnar og afgreiðsla tillagna um lagabreytingar frestar til framhaldsaðalfundar

20.Apríl'13 | 14:10
Á aðalfundi ÍBV-íþróttafélags sem fram fór síðastliðið fimmtudagskvöld, var m.a. farið yfir afkomu Þjóðhátíðar 2012 og niðurstaðan sú að hagnaður er sá þriðji stærsti á sögu hátíðarinnar, og í samræmi við það sem kynnt var á félagsfundi í nóvember síðastliðnum.
 
Hörð gagnrýni var m.a. sett fram á Þjóðhátíðarnefnd og afkomu hátíðarinnar í yfirlýsingu frá tveimur stjórnarmönnum í yfirlýsingu frá þeim Páli Magnússyni og Stefáni Jónssyni 9.apríl síðastliðinn. Á fundinum kom fram að hagnaður af miðasölu Þjóðhátíðarinnar var um 50 milljónir sem er þriðji mesti hagnaður þjóðhátíðarinnar hingað til. Og er þá ótalin hagnaður af sölu á svæðinu og af öðrum fjáröflunum tengdum Þjóðhátíðinni.
 
Fundurinn sem stóð fram yfir miðnætti var fjölmennur og umræður fjörugar. Árskýrsla og reikningar voru samþykktir á fundinum en kjöri stjórnar og afgreiðslu tillagna um lagabreytingar var frestað til framhaldsaðalfundar.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.