Aðalfundur ÍBV fyrir árið 2012

Hagnaður af Þjóðhátíð 2012 sá þriðji stærsti í sögunni

Kjöri stjórnar og afgreiðsla tillagna um lagabreytingar frestar til framhaldsaðalfundar

20.Apríl'13 | 14:10
Á aðalfundi ÍBV-íþróttafélags sem fram fór síðastliðið fimmtudagskvöld, var m.a. farið yfir afkomu Þjóðhátíðar 2012 og niðurstaðan sú að hagnaður er sá þriðji stærsti á sögu hátíðarinnar, og í samræmi við það sem kynnt var á félagsfundi í nóvember síðastliðnum.
 
Hörð gagnrýni var m.a. sett fram á Þjóðhátíðarnefnd og afkomu hátíðarinnar í yfirlýsingu frá tveimur stjórnarmönnum í yfirlýsingu frá þeim Páli Magnússyni og Stefáni Jónssyni 9.apríl síðastliðinn. Á fundinum kom fram að hagnaður af miðasölu Þjóðhátíðarinnar var um 50 milljónir sem er þriðji mesti hagnaður þjóðhátíðarinnar hingað til. Og er þá ótalin hagnaður af sölu á svæðinu og af öðrum fjáröflunum tengdum Þjóðhátíðinni.
 
Fundurinn sem stóð fram yfir miðnætti var fjölmennur og umræður fjörugar. Árskýrsla og reikningar voru samþykktir á fundinum en kjöri stjórnar og afgreiðslu tillagna um lagabreytingar var frestað til framhaldsaðalfundar.
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%