Lenging hafnargarða breytir engu

sagði Sigurður Ás Grétarsson forstöðumaður Hafnasviðs á borgarafundinum í gær

19.Apríl'13 | 07:55
Lenging hafnargarða Landeyjahafnar yrði ekki breyting til batnaðar, segir forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar sem sat fjölmennan borgarafund í Eyjum um samgöngumál. Hann segir nýjan Herjólf þó ekki vera lausn allra mála, einnig þurfi að koma upp dælubúnaði í höfninni.
Manndrápsfley
Í umfjöllun Kastljóss á RÚV í gær voru sýndar myndir af því þegar Herjólfur rakst í vestari hafnargarð Landeyjahafnar. Forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunnar rifjaði í þættinum upp ummæli fyrrverandi skipstjóra Herjólfs, sem hann sagði hafa kallað ferjuna manndrápsfley þegar hún kom ný til landsins fyrir rúmum 20 árum.
 
Umræðan til umræðu
Grímur Gíslason, frummælandi fundarins, kallaði þetta rökleysu við gagnrýni um Landeyjahöfn. Grímur var í áhöfn Herjólfs á þessum tíma og segir að þáverandi skipstjóri hafi ekki tekið svo til orða „Þau orð sem Jón Eyjólfsson [þáverandi skipstjóri] lét falla áttu við engin rök að styðjast og aldrei hef ég heyrt nokkurn mann viðhafa þau orð sem Sigurður Áss viðhafði í gær, nema Sigurð Ingvason skipatæknifræðing, sem var dæmdur fyrir að segja að Herjólfur væri manndrápsfley,“ sagði Grímur. Sigurður Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun svaraði svo að ummæli hans hafi ekki snúist um Herjólf. „Þau snúast um það að við munum eftir því hvað var sagt fyrir 20 árum síðan. Hvað er nú sagt um höfnina? Tölum saman eftir 20 ár. Og hverju hefur höfnin skilað? Vilja menn virkilega fara til baka?“ spurði Sigurður Áss fundarmenn.
 
Nýtt skip
Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar, sagði bæjaryfirvöld líta á verkefnið í tvennu lagi, annars vegar þurfi nýtt skip og hins vegar að bæta höfnina. Hún varaði fundarmenn við því að tala niður þörfina fyrir nýtt skip. Á fundinum kom fram að skipuleggjendur hans vilji ekki gera lítið úr umræðum um nýja ferju þó þeir telji forgangsatriði að endurskoða hönnun og frágang Landeyjahafnar.
 
Dælubúnað í höfnina
Siglingastofnun ítrekar að mun minna þurfi að dýpka fyrir grunnristara skip en Herjólf. Meðal hugmynda stofnunarinnar er að koma fyrir botndælubúnaði í höfninni. Á fundinum var meðal annars rædd sú hugmynd að lengja varnargarða hafnarinnar. Sigurður Áss Grétarsson tók af allan vafa um að síkar hugmyndir væru til umræðu hjá Siglingastofnun. „Það breytir ekki neinu, sandurinn fer þá út fyrir brimgarðinn. Rifið kemur alltaf fyrir framan og þannig verður það,“ sagði Sigurður Áss í viðtali við RÚV að fundinum loknum.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.